Krefjast þess að Imane Khelif skili Ólympíugullinu

Umar Kremlev, forseti Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA), krefst þess að Imane Khelif skili gullverðlaunapeningnum sem Khelif vann í 66 kg. flokki kvenna á Ólympíuleikunum í París 2024.

Hann segir að Khelif hafi verið meinuð þátttaka frá öllum keppnum á vegum IBA eftir að tvö kynjapróf, árið 2022 og 2023, hafi sýnt að Khelif sé með XY-litninga.

Auglýsing

„Alþjóða Ólympíusambandinu (IOC) er alveg sama um sanngirni í íþróttum,“ sagði Kremlev í viðtali við Mail Sport. „Þau úthluta verðlaunum út frá pólitískum hagsmunum. Imane Khelif ætti að skila gullverðlaununum frá Parísarleikunum.“

Féll á prófum en vann Ólympíugull

Khelif, 26 ára bardamaður frá Alsír, var meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti IBA eftir að hafa fallið á svokölluðum „gender eligibility“ prófum. Khelif fékk 21 dag til að skjóta málinu til Íþróttadómstólsins (CAS) en ákvað að gera það ekki.

Engu að síður fékk Khelif að keppa á Ólympíuleikunum í París en Alþjóða Ólympíusambandið leyfði Khelif að keppa á grundvelli þess sem fram kom í vegabréfi Khelif um kyn.

Khelif sigraði Yang Liu frá Kína í úrslitum og vann gullverðlaun.

Alþjóða Ólympíusambandið gagnrýndi útilokun Khelif frá HM sem „skyndilega og handahófskennda“ og tók fram að Khelif hefði staðist öll skilyrði sem nefndin setti fyrir þátttöku í París (sem var skráð kyn í vegabréfi).

Ný reglugerð tekur gildi – framtíð Khelif óviss

Í júní tilkynnti World Boxing, sem Alþjóða Ólympíusambandið viðurkennir nú sem formlegt yfirvald hnefaleika, nýja reglugerð sem kveður á um skyldupróf á líffræðilegu kyni keppenda í karlaflokki og kvennaflokki.

Samkvæmt reglunum yrði Khelif nú að gangast undir próf sem sannar að Khelif sé líffræðilega kona til að fá að keppa áfram í kvennaflokki.

Khelif var skráð til keppni í Eindhoven Box Cup nýverið en mætti ekki til leiks.

Engin skýring hefur komið frá Khelif eða umboðsmönnum.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing