Kvenkyns hjúkrunarfræðingum tryggt sérherbergi – Niðurstaðan sögð sigur í deilu um aðstöðu transfólks

Hópur hjúkrunarfræðinga á Darlington Memorial sjúkrahúsinu í Englandi hefur unnið sigur í deilu við heilbrigðisyfirvöld um rétt sinn til að fá að hafa aðgang að aðskilinni búningsaðstöðu fyrir konur.

Hópurinn, sem gengur undir heitinu „The Darlington Eight“, taldi að stefna heilbrigðiskerfisins í málefnum transfólks bryti gegn mannréttindum þeirra og stofnaði eigið stéttarfélag til að berjast fyrir öruggum og kynskiptum rýmum innan NHS.

Auglýsing

Málið snerist um líffræðilegan karlmann, sem gekk undir nafninu Rose og sagður hafa dvalið um of í búningsklefa kvenna og horft á líkama þeirra á meðan þær klæddu sig úr.

Einn hjúkrunarfræðinganna lýsti því að hún hefði fengið kvíðakast þegar hún var spurð ein og óstudd: „Ertu byrjuð að klæða þig úr?“

Málið var komið í farveg fyrir dómstóla en heilbrigðisráðherrann Wes Streeting greip persónulega inn í og skipaði Darlington Memorial sjúkrahúsinu að útvega sérherbergi fyrir kvenkyns starfsfólk.

Hann sagði að fylgja bæri lögum og nýlegri niðurstöðu Hæstaréttar Bretlands frá því í apríl, þar sem staðfest var að orð eins og „kona“ og „kyn“ í jafnréttislögum vísi einungis til líffræðilegs kyns.

Bethany Hutchison, ein úr hópnum, sagðist „gríðarlega þakklát“ fyrir stuðninginn og bætti við að þessi niðurstaða endurheimti öryggi og reisn kvenna á vinnustað.

J.K. Rowling lýsir yfir stuðningi

Rithöfundurinn J.K. Rowling lýsti yfir stuðningi við hjúkrunarfræðingana og sagði: „Milljónir kvenna standa með þeim.“

Hún benti jafnframt á að þau vonbrigði sem sum transfólk finni fyrir núna eftir dómsniðurstöðuna séu afleiðing áróðurs frá samtökum og fjölmiðlum sem hafi „ranglega haldið því fram að kynleiðrétting jafngildi því fyrir lögin að viðkomandi væri orðinn hitt kynið að öllu leyti.“

NHS dregur til baka umdeildar leiðbeiningar

NHS Confederation, sem fer með málefni heilbrigðisstofnana í Bretlandi, hefur í kjölfarið dregið til baka leiðbeiningar sem leyfðu fólki að nota klósett og búningsaðstöðu í samræmi við kynvitund sína.

Dómsmálið og inngrip ráðherrans eru því talin marka tímamót í umræðu um hvernig réttindi transfólks og konur skarist innan opinberra stofnana.

Heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu: „Við höfum ávallt stutt verndun eins kyns rýma byggð á líffræðilegu kyni. Við gerum þá kröfu að heilbrigðisstofnanir, þar með talið Darlington Memorial, virði lögin og fari eftir úrskurði Hæstaréttar.“

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing