Íslenski Facebook hópurinn Matartips logar af kvörtunum á hendur Wolt, sem sér um heimsendingar á mat og vörum.
Henning Árni Jóhannsson hóf umræðuna með harðorðri færslu:
„Mæli enganveginn með þessari þjónustu hjá þeim, það er engin þjónusta. Þeim er bara skítsama hvort maturinn þinn sé kaldur.“
Kaldur, blautur og illa meðfarinn matur
Undirtektirnar létu ekki á sér standa og reynslusögur af fyrirtækinu byrjuðu að streyma inn:
Sædís Hrönn skrifaði: „Fæ alltaf kaldan, blautan og soggy mat 😵💫.“
Ómar Þröstur Richter lýsti sendingu frá Nettó í gegnum Wolt: „Sendillinn stoppaði tvisvar á random stöðum og viltist tvívegis í hverfinu. Þegar ég opnaði pokana vantaði vörur.“
Guðrún B. Geirsdóttir bætti við:
„Maturinn er ekki innsiglaður og hver veit hvort búið sé að gramsa í honum áður en hann er afhentur. Erlendis er þetta innsiglað.“
Sigurður B. Arnarson tók í sama streng:
„Keypti vörur sem ég gleymdi í búðinni, þær komu til mín lyktandi af sígarettum.“
Elí Ingi Ingólfsson svaraði og sagði: „Svo satt, hef kvartað ansi oft og sagði bara upp.“
Brotið traust og öryggisáhyggjur
Róbert Allen de Groot gagnrýndi hegðun sendla:
„90% kunna ekki að keyra eða leggja, hjóla á 80 götu án hjálms. Ég sniðgeng fyrirtæki sem nota Wolt.“
Gunnar J. Kristinsson bætti við: „Keyrði framhjá einum sem var reykjandi með sendinguna í bílnum.“
Heiðrún María Björnsdóttir svaraði: „Lenti í nákvæmlega því sama.“
Slæm kjör sendla sögð draga úr gæðum
Margir notendur telja að vandamálin endurspegli kjör og vinnuumhverfi sendla. Þór Saari sagði:
„Þetta er láglaunaarðrán af ógeðslegustu gerð.“
Unnar Már Sigurbjörnsson bætti við: „Þetta Wolt rugl er ógeðslega illa borgað. Ég nota þetta aldrei og sæki bara sjálfur.“
Björn Amby Lárusson lýsti afstöðu sinni með kaldhæðni: „Sá Wolt sendil á reiðhjóli með tösku og farsíma við eyrað, líklega villtur og þurfti hjálp.“
Nokkrir verja þjónustuna – „heppni“?
Arnar Kjartansson sagðist hafa fengið inneign þegar kvartanir komu upp:
„Ef ég kvarta yfir köldum mat þá hef ég alltaf fengið endurgreitt.“
Egill Thorfinnsson svaraði því: „Þú átt bara ekki að lenda í þeim aðstæðum að fá kaldan mat.“
Laufey Fjóla Hermannsdóttir sagði: „Aldrei fengið kaldan mat.“
Einn sagði á kaldhæðnislegan hátt að fyrirtækið ekki að taka upp nafnið ‚Volgt‘.