Landsréttur sýknar Pál Vilhjálmsson – Tjáningarfrelsið ofar kröfum blaðamanna

Landsréttur hefur nú sýknað Pál Vilhjálmsson, blaðamann, af kröfum þriggja blaðamanna sem töldu hann hafa brotið gegn æru sinni og friðhelgi með skrifum sínum.

Það er Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls, sem birtir niðurstöðuna á Facebook.

Eðlileg og vernduð umfjöllun

Auglýsing

Í nýjasta dómnum, sem kveðinn var upp 26. júní 2025, höfðaði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, mál gegn Páli vegna ummæla sem birtust á árabilinu 2022–2023.

Þótti Páll meðal annars gefa í skyn að Aðalsteinn og aðrir blaðamenn hefðu átt aðild að því að afrita gögn úr síma Páls Steingrímssonar og misnota þau í fréttaflutningi.

Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ummæli Páls væru þáttur í opinberri umræðu um mikilvægt samfélagslegt málefni.

Þá hefði Aðalsteinn, sem blaðamaður og opinber persóna, mátt gera ráð fyrir að þurfa að þola hvassa og jafnvel óvægna gagnrýni vegna skrifa sinna.

Var Páll því sýknaður af öllum kröfum.

Tjáningarfrelsið sigrar

Með þessum dómi hefur Páll Vilhjálmsson nú í tvígang haft betur gegn kröfum blaðamanna um skerðingu á tjáningarfrelsi hans.

Auk Aðalsteins höfðu Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson áður leitað réttar síns gegn Páli, án árangurs.

Með dómum í málum nr. 240/2023 og nýverið í máli nr. 377/2024 er ljóst að rétturinn telur skrif Páls falla undir vernd tjáningarfrelsis samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.

Tilefni málanna má rekja til umfjöllun Páls um þögn fjölmiðla gagnvart atlögu svonefndra „rannsóknarblaðamanna“ að friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar.

Þeir höfðu komist yfir persónuleg gögn úr síma hans, sem síðar voru birt í samræmdum fréttaflutningi á miðlum eins og Kjarnanum og Stundinni að morgni 21. maí 2021, með aðeins rúmlega tveggja tíma millibili.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing