Stærsta hindrunin til að binda endi á ofbeldi kvenna er að leyfa glæpamönnum að velja sér kyn.
Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna, Reem Alsalem, segir að enn sé verið að greina gögn um kyn ofbeldismanna. Þetta kemur fram í skýrslu sem hún sendi frá sér.
Þessi greining hefur leitt í ljós að 49 dómar fyrir nauðgun voru skráðar opinberlega á konur fram til ársins 2023, þrátt fyrir að þeir séu líffræðilegir karlmenn og lagaleg skilgreiningin á nauðgun sem bara karlmenn geta framið.
Alsalem bendir á að slík nálgun ,,vanræki þarfir kvenna og stúlkna“ og skerði öryggi þeirra.
Í skýrslunni varar hún við að konur hefðu verið ,,útskúfaðar, ráðist á þær og þeim refsað af breskum stjórnmálamönnum, háskólum og fjölmiðlum fyrir að gagnrýna kynjahugmyndafræðina.
Baráttan gegn hómófóbíu fór fyrir lítið með því að standa ekki með lesbíum í báráttu sinni. Þær hafa verið ,,svívirtar, fyrir að krefjast samkynhneigðra rýma, bara fyrir konur, fyrir lesbíur, eins og t.d. stefnumótaforrit.
Skýrslan kom út eftir dóminn
Ummæli Alsalem kom mánuði eftir að Hæstiréttur úrskurðaði að kyn í jafnréttislögum þýðir líffræðilegt kyn, ekki sjálfgefið kyn.
Í mars hvatti Alice Sullivan prófessor við háskóla í Lundúnum til að gefin yrði út tilskipun til allra lögreglustöðva til að safna göngum um kyn ofbeldismanna, ekkert hefur gerst.
Í bráðabirgðaskýrslu sem birtist fyrir stuttu, studdi Alsalem þær aðgerðir og benti á að skortur á skýrleika löggjafarinnar, um kynferðisbrot, hindri gagnasöfnun um ofbeldi gegn stúlkum og konum.
Með því að skrá skilgreint kyn þurrkist líffræðileg kynskráning út. Það afbakar karlægt eðli ofbeldis gegn konum og stúlkum og hindrar greiningu.
Ofbeldisfullir karla skrá sig sem konur
Það að heimila körlum að skrá sig sem kona, vegna kynvitundar sinnar, leiddi til 49 ,,kvenkyns“ nauðgunardóma fram til 2023 þrátt fyrir lagalega skilgreiningu á nauðgun.
Að minnsta kosti 16 af 46 lögregluembættum fylgja leiðbeiningum sem hygla sjálfgreindu kyni sem gerir það að verkum að það skekkir skráningu á mjög lágri tíðni kynferðislegra og kynbundinna ofbeldisglæpa sem framdir eru af konum, segir hún.
Kynjablindar stefnur, knúnar áfram að lélegum göngum vanrækja sérstakar þarfir stúlkna og kvenna, auka áhættu á öryggi þeirra og leiða til sjálfsútilokunar. Þetta er augljóst þegar rof á einkarýmum eins og í fangelsum og athvörfum fyrir þolendur ofbeldis er staðreynd.
Kallar eftir vernd
Alsalem kallar eftir aukinni vernd fyrir stúlkur og konur sem aðhyllast ekki kynjahugmyndafræðina.
Konur og karlar, sem hugnast ekki kynjahugmyndafræðin, og vilja halda í þann sannleik að kyn sé óbreytanlegt hafa verið útskúfuð, ráðist á þau, refsað af ríkjum og öðrum fyrir skoðanir sínar og athafnir, m.a. af stjórnmálamönnum, háskólum, vinnustöðum og fjölmiðlum.
Réttlætið náði fram að ganga þegar nokkrar konur unnu dómsmál vegna óréttlátrar uppsagna þeirra eða mismununar gegn þeim.
Lesbíur illa úti
Það vita allir að lesbía laðast að annarri konu, ekki karli sem segist vera kona. Áratuga barátta þeirra er nú í hættu vegna kynjahugmyndafræðinnar.
Þær hafa fengið að finna hvar Davíð keypti ölið frá karlmönnum sem skilgreina sig sem konur og segjast vera lesbíur.
Í dag er það svo að í mörgum ríkjum getur hvaða karlmaður sem er skilgreint sig sem konu, frekar einfalt, engin meðferð og engin greining. Nokkrir smellir á tölvuborðið.
Í úrskurði Hæstaréttar Bretlands kvað skýrt á um að hugtakið ,,lesbía“ vísar til líffræðilegrar konu í lögunum sem laðast kynferðislega að annarri konu og rétturinn studdi rétt þeirra til einkarýma, eingöngu fyrir konur.
Kvennréttindi, menn hafa vilst af leiðinni
Maya Forstater, framkvæmdastjóri kvenréttindasamtakanna Sex Matters, sagði: ,,Skýrsla Reem Alsalem fyrir SÞ er mikilvæg og alvarleg lesning. Hún býður upp á alþjóðlegt sjónarhorn á bresti í stofnunum hvatta áfram af hugmyndafræði sem hefur valdið miklum skaða á réttindum kvenna og stúlkna í Bretlandi á undanförnum árum.“
,,Í skýrslunni kemur skýrt fram að kynbundin lagaleg vernd er nauðsynleg til að draga úr ofbeldi gegn konum og stúlkum. Þetta undirstrikar mikilvægi nýlegs dóms hæstaréttar í máli For Women Scotland, sem endurvakti skýrleika á merkingu ,,kyns“ í jafnréttis- og lögum um mismunun.“
„Bresk stjórnvöld, sem og eftirlitsstofnanir og góðgerðasamtök sem bera ábyrgð á velferð og vernd kvenna og stúlkna, allt frá góðgerðarnefndinni til Girlguiding UK, verða nú að samræma stefnu sína við dóm hæstaréttar án tafar.“
Því má bæta við, þetta þarf ekki bara að gerast í Bretlandi heldur í öllum þeim löndum þar sem lög um kynrænt sjálfræði voru staðfest.
Þetta er ólög. Stjórnmálamenn verða að hafa kjark og þor til að segja sannleikann og átta sig á missi eða skerðingu réttinda sem konur og stúlkur hafa orðið fyrir í kjölfar laganna.
Kona er kona, hvort sem hún er bresk, norsk, íslensk, dönsk eða hollensk. Því er í besta falli barnalegt að segja að úrskurður Hæstaréttar Bretlands hafi ekki áhrif hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Hlutverk stjórnmálamanna er að sjá til þess.