Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flogið yfir Reykjavík í morgun og hefur tekið lágflug yfir Borgartúni og nágrenni.
Samkvæmt upplýsingum á Rúv.is frá Landhelgisgæslunni fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hana til að aðstoða við leit að manneskju. Grunur leikur á að maður hafi farið í sjóinn.
Björgunarsveitir og björgunarskip taka einnig þátt í leitinni.