Yfirmaður lögreglunnar í Brevard-sýslu hefur vakið mikla athygli, og ekki endilega af hinu góða, eftir að hann hótaði mótmælendum lífláti á blaðamannafundi á fimmtudag.
Ummæli hans komu í aðdraganda fyrirhugaðra mótmæla vegna aðgerða stjórnvalda í innflytjendamálum og endurtekinna ásakana um ofbeldi af hálfu lögreglu í sýslunni.
„Ef þið reynið að beita múgæsing og ofbeldi, ef þið umkringið bíla og hindrið akstur, þá verður keyrt yfir ykkur. Ef þið hrækið á okkur, farið þið á sjúkrahús og svo í fangelsi,“ sagði yfirmaður lögreglunnar, Wayne Ivey, í beinni útsendingu með fjölda lögreglumanna sér við hlið.
Yfirlýsingin kom rétt áður en svokallaðar No Kings mótmælagöngur voru fyrirhugaðar um helgina um öll Bandaríkin, til að mótmæla harðri innflytjendastefnu forsetans og aukinni notkun herlögreglu.
„Ef þið kastið múrsteini, bensínsprengjum eða beinið byssu að lögreglumönnum, þá látum við vita hvar aðstandendur ykkar geta sótt líkið. Við munum drepa ykkur og svo grafa ykkur. Við erum ekki að fara að leika okkur.“
Lögreglan í Brevard með langa sögu ofbeldismála
Samkvæmt opinberum gögnum hafa fjölmargir lögreglumenn í Brevard sýslu verið sektaðir eða reknir vegna ofbeldisbrota.
Árið 2021 var William Gleason dæmdur í 30 daga leyfi og árs skilorðsbundið fangelsi vegna óhóflegrar valdbeitingar.
Árið 2023 missti Hunter Russell stöðu sína og John Follari var settur í skilorðsbundna refsingu ásamt því að þurfa að endurtaka þjálfun í hófsamrivaldbeitingu.
Frá árinu 2016 hafa lögreglumenn í sýslunni einnig verið kærðir eða sektaðir fyrir líkamsárásir, heimilisofbeldi, ólöglegar handtökur, vopnalagabrot, kynferðisbrot, ofsóknir, embættisbrot, rán, fjárkúgun, ölvunarakstur, lyfjapróf sem sýndu örvandi efni og fölsun.
Viðbrögð við yfirlýsingum lögreglunnar hafa verið hörð á samfélagsmiðlum, þar sem margir hafa bent á að hótanir um ofbeldi og líkamsmeiðingar brjóti gegn lögum og mannréttindi.
Engin tilkynning hefur komið frá dómsmálaráðuneytinu um hvort málið verði tekið til skoðunar.
View this post on Instagram