Lögreglustjóri Los Angeles segir mótmælin orðin stjórnlaus – Borgarstjóri skipaði lögreglu að skipta sér ekki af

Mótmælin í Los Angeles, sem hófust eftir umfangsmiklar aðgerðir ICE gegn ólöglegum innflytjendum eru löngu orðin stjórnlaus.

Trump kallar út þjóðvarðliða – Lokaorð frelsisins í Los Angeles?

Auglýsing

Þetta sagði lögreglustjóri borgarinnar, Jim McDonnell, sagði í blaðamannafundi á sunnudagskvöld.

Ólögleg afskipti borgarstjóra?

Samt sem áður var lögreglan ekki send til aðstoðar alríkisyfirvöldum, vegna þess að borgarstjóri Los Angeles, Karen Bass, á að hafa sent bein fyrirmæli um lögreglan skyldi ekkert aðhafast í málinu.

Í færslu sem sögð er innihalda samskipti sem lekið var frá borgarstjóranum og birtist á Instagram og hefur farið víða á samfélagsmiðlum, kemur fram að þegar alríkisstofnanir, þar á meðal FBI og DHS, báðu um aðstoð, hafi lögreglan í Los Angeles (hér eftir kölluðLAPD) neitað að koma þeim til aðstoðar.

Þetta gerðist eftir að Bass borgarstjóri tók stjórnina í sínar hendur og skipaði þeim að koma engum til aðstoðar.

„Karen Bass hringdi sjálf í lögreglustjórann og skipaði honum hvað skyldi gera í stað þess að leyfa vettvangsstjórn að grípa til aðgerða,“ segir í færslunni. „Þetta tafði aðstoð, skapaði mikla hættu og braut allar reglum um starfshætti lögreglunnar.“

Sama kvöld sagði McDonnell lögreglustjóri að þó svo að lögreglan teldi ekki þörf á að að kalla strax eftir aðstoð þjóðvarðliðsins, sagði hann einungis nokkrum klukkustundum síðar: „Miðað við ofbeldið í kvöld verðum við að endurmeta stöðuna.“

Trump: „Newsom og Bass ættu að biðjast afsökunar“

Forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað gagnrýnt bæði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, og Karen Bass fyrir viðbrögð sín.

„Þau ættu að biðjast afsökunar á ömurlegri frammistöðu. Þetta eru ekki mótmælendur, þetta eru óeirðarseggir og uppreisnarmenn.“ skrifaði hann.

Newsom sakaði Trump um að skapa slíkt ástand viljandi og óþarfa afskipti af löggæslu fylkisins með því að senda inn alríkisher án samþykkis. „Þetta eru gjörðir einræðisherra, ekki forseta,“ sagði hann á X.

Hvíta húsið hafnaði því: „Allir geta séð óeirðirnar, ofbeldið og lögleysuna með eigin augum.“

Þjóðvarðliðið sent á svæðið

Um 2.000 liðsmenn Kaliforníudeildar þjóðvarðliðsins hafa verið sendir á þrjú svæði í Los Angeles.

Samkvæmt upplýsingum er hlutverk þeirra að vernda alríkiseignir og starfsfólk.

Myndbönd sýna þá ýta mótmælendum frá alríkisbyggingu í miðborginni með aðstoð DHS.

Bass reynir að bregðast við gagnrýni

Eftir að lekinn frá samskiptum Bass fór í dreifingu sendi hún frá sér yfirlýsingu: „Við munum alltaf verja rétt Angelenos til friðsamlegra mótmæla. En ofbeldi og skemmdarverk verða ekki liðin og þeir sem ábyrgir eru munu sæta afleiðingum.“

Yfirlýsingin dregur þó ekki úr ásökunum um að hún hafi gripið inn í störf lögreglu og sett bæði alríkisfulltrúa og borgarbúa í hættu með ákvörðunum sínum.

Kallað hefur verið eftir rannsókn á komu hennar að málinu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing