Magga Stína söng af krafti fyrir samferðamenn sína áður en hún var handtekin – „Lifi kommúnisminn“

Það var ekki þögnin sem fylgdi Möggu Stínu á leið sinni til Gasa heldur kraftmikill söngur.

Á meðan skipið Conscience sigldi undir morgun heyrðist tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, syngja verkalýðssönginn „Fram allir verkamenn“, sem eitt sinn var baráttulag verkalýðsins.

Auglýsing

Textinn, sem Magga Stína syngur hljóðar svona:

‘Fram allir verkamenn, og fjöldinn snauði,
því fáninn rauði,
okkar merki er.
því fáninn rauði
okkar merki er.
Því fáninn rauði okkar merki er,
lifi kommúnisminn og hinn rauði her,’

Í lokin vantar þó eina línu í textann sem er eftirfarandi:

‘Lifi Lenín og hinn rauði her.’

Skjáskot úr tímaritinu ‘Verkamaðurinn’ frá 1931

Það er þó greinilegt að samferðamenn Möggu Stínu léta það ekki trufla sig að eina línu vantaði og klöppuðu hástöfum fyrir henni.

Skömmu síðar, um klukkan 04:30 að staðartíma, var skipið stöðvað af Ísraelsher, og Magga Stína handtekin ásamt hluta áhafnarinnar.

Íslenska utanríkisráðuneytið fylgist með málinu, og fjölskylda hennar hefur beðið stjórnvöld að þrýsta á um lausn hennar.

Skipið var hluti af Frelsisflotanum, hópi sjálfboðaliða, lækna, blaðamanna og friðarsinna, sem segja markmið sitt að flytja neyðaraðstoð til Gasa.

Á Facebook hafði Elliði Vignisson þetta að segja um málið:

„Átök Hamas og Ísrael eru átakanleg. Allt skynsamt fólk biður þess einlægt að átökum linni. Kommúnisminn er ekki líklegur til árangurs þarna – ekki frekar en á nokkrum öðrum stað.“

Hvort Magga Stína taki undir þá skoðun er óvíst en verður þó að teljast ólíklegt miðað við lagaval hennar.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing