Martröðin í Liverpool borg – Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi keyrt af stað er ráðist var á bíl hans

Nýlegt myndband af upphaf ökuferðar mannsins sem keyrði inn í sigurskrúðgöngu stuðningsmanna Liverpool sýnir atburðinn í nýju ljósi.

Bíllinn er staddur inni í mannþrönginni þegar ökurmaður byrjar að bakka bílnum smávegis sem verður til þess að hann stuggar við nokkrum gangandi vegfarendum fyrir aftan bílinn.

Auglýsing

Við það byrjar mannfjöldinn að ráðast á bíl mannsins sem reynir að keyra áfram en kemst hvergi sökum fjöldans.

Þegar bíllinn staðnæmist gera nokkrir aðilar enn frekari atlögu að bíl hans og byrja að kýla og sparka í bílinn.

Við þetta virðist ökumaðurinn fyllast skelfingu og ekur framhja bílnum sem er fyrir framan og inn í mannfjöldann.

Best er að hver dæmi fyrir sig hvort verknaðurinn er því tilkominn vegna illvilja eða skelfingar.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing