Meðlimur Bataakademíunnar með harða gagnrýni á umfjöllun um starfsemi Tolla og Akademíunnar

Kristján Halldór Jensson, einn af þátttakendum í Bataakademíunni, gagnrýnir harðlega frétt sem birtist á mbl.is um aðkomu Stefáns Blackburn að heimsókn batahópsins á Litla-Hraun í nóvember síðastliðnum.

Kristján lýsir yfir vonbrigðum með það sem hann kallar „sorpfréttamennsku“ og segir hana grafa undan árangursríku starfi sem Tolli Morthens hafi byggt upp með kærleika og á jafningjagrundvelli í gegnum árin.

Auglýsing

Í gagnrýni sinni segir Kristján að starf Tolla hafi hjálpað fjölda fólks, þar með talið honum sjálfum, og að tilgangur batahópsins sé að rétta fólki hjálparhönd og leiða það inn á betri braut.

Hann bendir á að allir geri mistök og að það sé hluti af því að vera manneskja, en það skipti máli að gefast ekki upp og sýna öðrum stuðning.

Forðumst dómhörku

Kristján gagnrýnir jafnframt dómhörki gegn fólki sem er að reyna að bæta líf sitt og segir þá sem tjái sig niðrandi um slík úrræði oftast ekki hafa lagt neitt að mörkum til samfélagsins sjálfir.

„Við vitum aldrei hvaðan fólk kemur eða hvaða spil það fékk í upphafi,“ skrifar hann.

Umrædd frétt fjallar um aðkomu Stefáns Blackburn að heimsókn batahóps Tolla í fangelsið Litla-Hraun, þar sem vakin var athygli á kvörtunum fanga vegna viðveru Stefáns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á manndrápi og öðrum alvarlegum brotum.

Fangelsisyfirvöld hafa sagt, án þess að minnast sérstaklega á mál Stefáns, að almennt þurfi aðilar að standast bakgrunnsskoðun til að fá að taka þátt í slíku starfi á Litla-Hrauni og megi ekki vera með nein nýleg mál í kerfinu.

Engin ástæða er til að ætla að Stefán hafi fengið undanþágu frá þessari reglu.

Ekki öllum tekst að halda sig á beinu brautinni

Einnig segir Kristján að á þessum tímaðunkti hafi Stefán verið að reyna að láta gott af sér leiða.

„Stefàn okkar var à þessum tìmapunkti allur af vilja gerður og þràði að lifa eðlilegu lìfi og var að hjàlpa stràkum að gera það sama en eins og með allt ì lìfinu þà tekst ekki alltaf að halda sig innà“

Þrátt fyrir viðurkenningu á að mistök geti alltaf átt sér stað telur Kristján mikilvægt að halda áfram slíku starfi og styðja þá sem leitast við að breyta lífi sínu til hins betra.

„Það er samfélaginu fyrir bestu að menn eins og við séum inná og í lagi og klàrlega að reyna okkar besta að làta gott af okkur leiða ,“ segir hann og tileinkar eigin bata Tolla og félögum sínum í Bataakademíunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing