Morðtíðni í Denver hrynur um 58 prósent – Hundruð meðlima illræmds glæpagengis verið vísað úr landi

Nýjustu glæpatölur frá fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 sýna afgerandi lækkun á morðtíðni í Denver eða um 58 prósent.

Samkvæmt skýrslu Major Cities Chiefs Association hefur morðtíðni í Denver fallið um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 24 morðum niður í 10.

Auglýsing

Lögreglustjórinn Todd Chamberlin sagði nýlega að borgin væri „í mjög góðri stöðu“ og benti á að heildarfjöldi brota hefði minnkað um 22,8 prósent.

Harðar aðgerðir gegn gengjum líklegur þáttur

Bent er á að stór hluti lækkunarinnar megi rekja til umfangsmikilla aðgerða af hálfu alríkisyfirvalda undir stjórn Trump forseta, sem fóru í gang strax og hann tók við embætti.I

CE (Immigration and Customs Enforcement) hefur að eigin sögn beint kröftum sínum að svæðinu og vísað hundruðum ólöglegra innflytjenda úr landi, þar á meðal meðlimum hættulegs suður-amerísks gengis, Tren de Aragua.

Denver var einn fyrsti og helsti staður sem þetta illræmda glæpagengi skaut upp kollinum.

Í janúar á þessu ári voru margir meðlimir gengisins handteknir í skipulögðum aðgerðum, meðal annars í Aurora með stuðningi FBI, DEA og fleiri alríkisstofnana.

Samkvæmt fréttum hefur ICE haldið áfram aðgerðunum í Denver, Aurora og Colorado Springs.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing