Auglýsing

Myndband um Ísland vekur athygli á YouTube – Ertu sammála öllum þessum „staðreyndum“?

Myndbandið 15 Mind-Blowing Facts About Iceland: The Most Eccentric Country on Earth er nýtt „ferðalagsmyndband“ frá YouTube rásinni Amazing Discoveries US, sem hefur yfir 44.800 áskrifendur.

Ferðalagsmyndbönd er vaxandi tegund myndbanda þar sem fólk fer í ferðalög til staða sem eru annaðhvort framandi eða aðra dreymir um að fara og sýnir frá ferðalaginu á stöðum eins og Youtube.

Frá birtingu þann 2. apríl 2025 hefur það fengið rúmlega 330.000 áhorf.

Í myndbandinu er farið yfir 15 ótrúlegar staðreyndir um Ísland, sem sumir myndu telja misáreiðanlegar, allt frá sólahringsbjörtum sumrum og svörtum ströndum til norrænna erfða, hveramenningar og þjóðtrú á álfa.

Myndbandið segir Ísland standa upp úr sem lítið en stórbrotið land þar sem fortíð og nútíð mætast á einstakan hátt.

Þá kemur að stóru spurningunni, ertu sammála þessum 15 staðreyndum taldar eru upp í myndbandinu?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing