Auglýsing

Ninja sverð bönnuð í Bretlandi

Forsætisráðherra Breta, Keir Starmer, tilkynnti á samfélagsmiðlinum X í dag að Ninja sverð muni verða bönnuð í Bretlandi á næstunni.

Tilkynningin kemur í kjölfar öldu hnífaárása í Bretlandi og hefur Starmer lofað að taka hart á sölu vopna þar í landi. Það er skemmtilegt að lesa viðbrögð við tilkynningu Starmers en um 21 þúsund manns hafa kommentað við tilkynninguna en aðeins um 8 þúsund manns líkað við hana.

Flest ummælin snúa að því að Starmer virðist hafa einstakt lag á að loka augunum fyrir þeim aukna vanda sem fjölmenningarstefnan hefur kallað yfir Bretland á undanförnum árum og að hann leiti stöðugt undarlegri leiða til að takast á við hann, eins og til dæmis með því að láta handtaka alla sem tjá sig um málið á samfélagsmiðlum.

Við tökum fram að um opinberan samfélagsmiðlareikning forsætisráðherra Breta að ræða en ekki svokallaðan skopreikning (e. parody).

Starmer er formaður breska Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, þannig að það er aldrei að vita nema Valkyrjurnar okkar muni feta í fótspor Breta til að stemma stigu við auknum hnífaárásum á Íslandi. Við skulum samt vona að bílar verði ekki bannaðir á næstunni en þeir hafa einmitt í síauknum mæli verið notaðir til að keyra niður fólk í Evrópu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing