Öll börn 12 mánaða og eldri komin með leikskólapláss í Mosfellsbæ

Úthlutun leikskólaplássa fyrir skólaárið 2025–2026 gengur mjög vel í Mosfellsbæ og öll börn sem verða 12 mánaða eða eldri þegar aðlögun hefst hafa nú þegar fengið leikskólapláss.

Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu.

Auglýsing

Þar segir að allar umsóknir sem bárust fyrir 1. mars 2025 hafi verið afgreiddar og úthlutun lokið.

Enn fremur verður unnið jafnt og þétt úr umsóknum sem berast fram að sumarleyfi leikskóla.

Umsóknir sem berast eftir sumarleyfi verða teknar til vinnslu, og lögð verður áhersla á að koma til móts við óskir foreldra.

Mosfellsbær greinir jafnframt frá opnun nýs leikskóla í Helgafellshverfi undir lok sumars.

Leikskólinn ber nafnið Sumarhús og er staðsettur við Vefarastræti. Þar verður gert ráð fyrir allt að 150 börnum og mun starfsemin byggja á heilsustefnu þar sem heilsa og vellíðan nemenda, starfsfólks og samfélagsins alls er í forgrunni, í tengslum við leik og sköpun.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing