Reykjavíkurborg hefur nú boðið öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri fyrir 1. september næstkomandi leikskólapláss, að því gefnu að umsókn hafi borist í borgarrekinn leikskóla.
Samkvæmt tilkynningu frá borginni hafa einnig flestir sem óskað hafa eftir flutningi milli leikskóla fengið því viðkomandi óskum sínum.
Þá hafa einnig yngri börn í forgangshópi fengið úthlutað plássi.
Alls fengu foreldrar 2081 barns boð um leikskólavistun þegar fyrsti hluti úthlutunar lauk 14. apríl.
Þar af fengu 1778 börn pláss í leikskólum sem reknir eru af Reykjavíkurborg, en hin í sjálfstætt starfandi leikskólum.
Í haust bætast við 165 ný leikskólapláss, en þeim verður úthlutað eftir því sem gengur að manna stöður.
Ný pláss verða meðal annars í leikskólunum Klettaborg og Klömbra, og einnig þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem hefur verið sameinuð leikskólanum Jörfa.
Hægt er að sjá tilkynningu borgarinnar í heild sinni hér.