Auglýsing

Óöryggi og ofbeldi í Breiðholtsskóla – Móðir lýsir algjöru vonleysi og kallar eftir aðgerðum

Foreldrar nemenda í Breiðholtsskóla hafa stigið fram með miklar áhyggjur af ástandinu í skólanum og segja að agaleysi og ógnandi hegðun hafi skapað óviðunandi námsumhverfi.

Þeir gagnrýna sérstaklega stefnuna um „skóla án aðgreiningar“ og telja hana hafa brugðist, þar sem kennarar séu án raunverulegra úrræða til að halda aga í skólastofunni.

Móðir nemanda í þeim bekk sem verst er látið af greinir frá því að ákveðinn hópur nemenda, sem eigi erfitt með að aðlagast íslensku skólaumhverfi, hafi ítrekað sýnt ofbeldisfulla og ógnandi hegðun gagnvart öðrum nemendum.

Sonur hennar hafi sjálfur orðið fyrir hótunum og verið eltur af hópi vopnaðra ungmenna eftir að hafa sett öðrum nemanda mörk.

Yfirvöld líta bara undan

Hún segir að um sé að ræða börn sem mæta í skólann með skýra valdbeitingu í huga, og kennarar séu algjörlega vanmáttugir gagnvart því.

Móðirin segir að hún og aðrir foreldrar hafi ítrekað leitað til barnaverndar og lögreglu vegna ástandsins en segjast ekki hafa fengið viðbrögð sem skili raunverulegum breytingum.

Hún segir að það sé eins og yfirvöld vilji einfaldlega líta fram hjá vandanum í stað þess að grípa til aðgerða.

Krakkar geti ekki lært ef þau finna ekki fyrir öryggi

Hún bendir á að kennarar séu undir miklu álagi og geti ekki tryggt öryggi barna sinna í þessu umhverfi.

„Öryggi nemenda og starfsfólks verður að vera í forgangi,“ segir hún og kallar eftir tafarlausum aðgerðum til að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir öll börn.

Hún varar við því að ef ekkert verði gert muni ástandið halda áfram að versna og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir framtíð nemenda og skólasamfélagsins í heild sinni.

Hún segir að foreldrar í skólanum og annarsstaðar verði nú að sameinast um kröfu til yfirvalda um að endurskoða stefnu sína í menntamálum og tryggja að kennarar hafi þau úrræði sem þarf til að halda uppi aga og öryggi í skólastofum.

Foreldrar þurfi að krefjast skýrra aðgerða til að koma í veg fyrir frekara ofbeldi innan skólans og tryggja að skólinn verði aftur öruggur staður til náms.

Færsluna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan en Nútíminn kýs að birta ekki nafn móðurinnar að þessu sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing