Kæra Magga Stína, Ég skil að þú berir djúpar tilfinningar til Palestínumanna og þjáninga þeirra.
Það sem er mun erfiðara að skilja er hvers vegna þú ætlast til þess að Íslendingar, sem ekki deila skoðunum þínum, greiði fyrir samvisku þína með sínu harðunnna fé.
Því geri ég þér tilboð – en það er háð skilyrði.
Fyrst skal ég aka þér í Landsbankann, þar sem þú stofnar mánaðarlega beingreiðslu upp á 800.000 krónur af þínum eigin reikningi til palestínskrar fjölskyldu í Gaza sem lifir undir „síonistaokinu.“
Þegar því er lokið, mun ég setja mig í þína þjónustu í fimm daga – sem einkabílstjóri þinn og þjónn.
Ég mun aka þér hvert sem er innan Reykjavíkur, halda á veskinu þínu, varalitnum og öðru glingri sem þú kannt að drösla með þér.
Láttu mig vita hvort þú samþykkir.