Auglýsing

Öskrandi maður, eldur í ruslagámi og þjófnaðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast frá því morgun og þangað til seinni partinn í dag en á meðal verkefna var að ræða við mann sem hafði verið að öskra út í loftið. Lögreglumenn mættu á staðinn og ræddu við hann en það fylgir ekki sögunni hvort hann hafi hætt að öskra en það má gera ráð fyrir því.

Þá voru nokkrir þjófnaðir tilkynntir til lögreglu, umferðaróhöpp og tilkynning um fíkniefnaneyslu í bílakjallara í miðborginni. Dagbókinni er skipt upp eftir svæðum og hér fyrir neðan má sjá hvað lögreglan var að bauka í dag.

Stöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes

• Tilkynnt um mann öskra, lögreglan fór og ræddi við manninn.
• Tilkynnt um innbrot.
• Tilkynnt um aðila nota fíkniefni í bílakjallara í miðborginni. Þeir gengu á brott þegar lögregla kom á vettvang.
• Óvelkomnum vísað á brott af heilsugæslu.
• Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi.

Stöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

– Tilkynnt um þjófnað úr verslun.
– Tilkynnt um eld í ruslagámi, slökkvilið sá um að slökkva eldinn.
– Tilkynnt um þjófnað úr verslun, málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
– Tilkynnt um umferðaróhapp.
– Tilkynnt um þjófnað úr íbúð. Málið er í rannsókn.

Stöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

• Tilkynnt um illa staðsetta bifreið, lögregla óskaði eftir dráttarbifreið á vettvang og var bifreiðin dregin af vettvangi.
• Tilkynnt um umferðaróhapp, ekkert slys á fólki. Ökumenn sáttir við að fylla út tjónaform sjálfir.
• Tilkynnt um eignaspjöll þar sem rúða var brotin í bifreið með steinhellu.
• Tilkynnt um þjófnað úr verslun, málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
• Tilkynnt um þjófnað úr verslun og apóteki. Lögregla fór á vettvang.

Stöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

• Tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag á bifreið, hún fannst ekki.
• Tilkynnt um aðila reyna að brjóta rúðu og brjóta upp útidyrahurð. Lögregla fór á vettvang þar sem einn var handtekinn á vettvangi. Hann í annarlegu ástandi og vistaður í klefa.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing