Stórbrotin upptaka sem sýnir innan úr auga fellibylsins Melissu hefur vakið gífurlega athygli.
Myndefnið var tekið þegar rannsóknarflugvél flaug í gegnum miðju stormsins, það sem oft er kallað auga stormsins (eye of the storm) og sýnir hið svokallaða „leikvangsáhrif“ (e. stadium effect), þar sem skýjabyrgi fellibylsins virðist rísa eins og veggir í kringum kyrrlátt auga stormsins.
Hrikaleg náttúruöfl á fullu afli
Melissa hefur náð 5. styrkeikaflokki á mælikvarða fellibylja og stefnir nú á Karíbahafið. Óttast er að mikil eyðilegging muni fylgja í kjölfarið.
Í myndbandinu má sjá bæði ofsafengnar vindhviður og regnký, en í miðjunni ríkir óhugnanleg kyrrð.
Flugmenn og veðurfræðingar um borð í rannsóknarvélinni lýstu upplifuninni sem „mögnuðustu og jafnframt hættulegustu augnablikum ferilsins.“
Aðstoðar við að spá betur fyrir um fellibyli
Veðurfræðingar segja að slíkar rannsóknir séu ómetanlegar til að bæta spár og öryggisráðstafanir í löndum sem liggja á svæðum þar sem fellibyljir eru algengir.
Íbúar á Jamaíka, Haítí og fleiri eyjum eru nú í viðbragðsstöðu og neyðarþjónusta undirbýr sig fyrir mögulega landgöngu Melissu á næstu dögum.
This footage from inside the eye of Category 5 Hurricane Melissa might be the most jaw-dropping video ever captured of a hurricane’s eye, showcasing the infamous “stadium effect.“ pic.twitter.com/AEhj2g2Ban
— Colin McCarthy (@US_Stormwatch) October 27, 2025
This is the best hurricane footage I’ve ever seen pic.twitter.com/fRcTtmx4e7
— Colin McCarthy (@US_Stormwatch) October 27, 2025
Massive Hurricane Melissa captured from the top
Looks like WORMHOLE#hurricane #melissa pic.twitter.com/yJ0HWHAs8D
— Khanzy (@Khhanzy) October 28, 2025