Páll Vilhjálmsson sýknaður af ákæru um hatursorðræðu og sendir Samtökunum 78 skilaboð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Pál Vilhjálmsson, bloggara og fyrrverandi kennara, af ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um brot gegn 233 a. grein almennra hegningarlaga.

Ákæran var vegna bloggfærslu sem Páll birti þar sem hann gagnrýndi starfsemi Samtakanna 78 í leik- og grunnskólum.

„Hinseginlögreglan ætti að hugsa sinn gang og láta vera að ofsækja borgarana fyrir að hafa aðra skoðun en rétttrúnaðurinn leyfir“

Auglýsing

Ákært var fyrir tvær tilteknar efnisgreinar í færslunni, þar sem Páll lýsti Samtökunum 78 sem lífsskoðunarfélagi sem hefði áhuga á „klámi, kynlífi, kynjaveröld og tælingu barna“, og hélt því fram að starfsemi samtakanna væri „tæling dulbúin sem upplýsingar“ sem gerði börn móttækileg fyrir „ofbeldiskynlífi – BDSM“.

Dómsniðurstaða metin í ljósi tjáningarfrelsis

Í dómnum er vikið að mikilvægi tjáningarfrelsis og því hvernig dómstólar þurfi að sýna varfærni við beitingu laga sem takmarka slíkt frelsi.

Sérstaklega sé varhugavert þegar um er að ræða pólitíska umræðu um skólamál og áhrif hagsmunahópa á börn.

Páll gagnrýnir „hinseginlögreglu“

Þegar Nútíminn hafði samband við Pál eftir sýknudóminn sagði hann einfaldlega:

„Hinseginlögreglan ætti að hugsa sinn gang og láta vera að ofsækja borgarana fyrir að hafa aðra skoðun en rétttrúnaðurinn leyfir.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing