Lionshreyfingin á Íslandi stendur fyrir árlegri landssöfnun með sölu á Rauðu fjöðrinni til styrktar Píeta samtökunum.
Markmiðið er að fjármagna nýtt fræðslu- og forvarnarverkefni sem hefst í haust og verður ætlað framhaldsskólanemum um allt land.
Fjaðrirnar verða til sölu við verslunarkjarna, í verslunum Nettó og á lions.is frá 31. mars til 13. apríl.
Píeta samtökin bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk með sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða, sem og aðstandendur, og starfa á fimm stöðum landsins.
Söfnunin ber slagorðin #Segðu það upphátt og #Það er alltaf von. Með því að kaupa Rauðu fjöðrina gefur fólk von.
Nánari upplýsingar: www.lions.is / www.pieta.is
Hjálparsími Píeta: 552 2218 (opinn allan sólarhringinn)