Reynir Bergmann með umdeild ummæli um mál Hauks Ægis – „Látið svona lið hverfa“

Áhrifavaldurinn Reynir Bergmann hefur vakið mikla athygli eftir að hann birti harðorða færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tjáir sig um réttarhöld yfir Hauki Ægi Haukssyni.

Haukur Ægir Hauksson, 36 ára faðir tveggja barna, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa tekið sýrlenskan skutlara kyrkingartaki.

Auglýsing

Tilefnið var að stúlka, dóttir kærustu Hauks, sakaði skutlarann um kynferðisbrot, sem hann var síðar dæmdur fyrir.

Í átökum milli Hauks, kærustu hans og skutlarans segjast þau hafa orðið fyrir árás með spýtu, en lögreglan ákærði ekki skutlarann fyrir líkamsárás.

Haukur neitar sök og segir hann aðeins hafa haldið manninum föstum þar til lögregla kom.

Hann og verjandi hans gagnrýna niðurfellingu kæru gegn manninum og telja að ákvörðun lögreglu byggi á rangfærslum.

Málinu lýst

Í færslu sinni lýsir Reynir málinu á eftirfarandi hátt:
„Erlendur leigubílstjóri. Tekur random stelpu upp í bíl í góðri trú um að keyra henni heim. Hann misnotar hana kynferðislega í leigubílnum.
Hún hringir grátandi í mömmu sína.
Mamma hennar kemur út með mann sem, eðlilega, tekur leigubílstjórann bara og stútar þessu gerpi.“

Reynir lýsir því að hann sé „gapandi hissa“ yfir því að leigubílstjórinn hafi aðeins fengið tveggja ára fangelsisdóm en Haukur standi frammi fyrir miklu þyngri refsingu. Hann spyr hvort slíkt sé ekki „svolítið ruglað.“

„Við þurfum að sitja með þennan kryppling á íslenskan spenanum út lífið. Láta hann bara hverfa. Þá eru engar líkur á að hann geri þetta aftur og við þurfum ekki að borga þessum kryppling út lífið.“

Í færslunni dregur Reynir einnig fram nýlegt dæmi þar sem vinnufélagi hans segir hafa orðið fyrir svikum af hálfu annars erlends leigubílstjóra.

Sá krafðist að sögn Reynis, 18 þúsund króna fyrir ferð sem hefði átt að kosta 5-6 þúsund krónur.

Eftir deilur þeirra á milli segir Reynir málið hafa endað þannig að vinur Reynis „bara barði hann og labbaði burt.“

Segir aðlögun skipta höfuðmáli

Reynir gerir skýran mun á þeim sem hann telur tileinka sér íslenska menningu og þeim sem hann segir líta niður á íslenskar konur.

„Menn sem koma – ég hef unnið með svona Sýrlendingum. Það eru reyndar mjög fínir gaurar sem búa hér, geggjaðir gaurar. Þeir eru bara í vinnu og þeir eru í skóla og þeir eru að tileinka sér íslenska menningu. Þeir aðlagast íslensku, tala íslensku, ég fíla það. Velkomin. Velkomin.

Sko, ég skal segja ykkur eitt. Ég veit það fyrir víst – ég þekki sýrlenskt fólk sem er gott fólk en margir þessir gaurar líta á þig, ef þú ert kona… þeir líta á þig sem svo mikið rusl og þú ert svo mikið drasl í þeirra augum. Það er bara þannig. Það er þannig hjá þeim. Og menn hafa sagt mér þetta, menn sem eru frá þessum löndum. Konur = drasl, rusl. “

Í lok færslunnar sendir Reynir skýr skilaboð til þeirra sem gagnrýna afstöðu hans og segist fullsaddur af mótmælum og samfélagslegri meðvirkni:
„Drullið ykkur í vinnu aumingjarnir ykkar, eða takið þið þetta lið upp á ykkar spena, heim til ykkar og fæðið það og klæðið þetta.“

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing