RFK jr. með eitt stærsta skref í átt að betri heilsu allra Bandrakjamanna: „Ég gerði þetta á einungis 100 dögum“

Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Robert F. Kennedy yngri, lét til sín taka á þingfundi á miðvikudag þegar hann gagnrýndi lýðheilsuaðgerðir stjórnvalda undanfarinna ára og spurði hvers vegna börn í Bandaríkjunum væru meðal þeirra veikustu í heiminum.

„Ef einhver heldur að við höfum fylgt gömlu læknisfræðinni, þá ætti sá hinn sami að líta á börnin okkar,“ sagði Kennedy. „Þau eru þau veikust í heimi.“

Auglýsing

Hann beindi orðum sínum sérstaklega að þingkonunni Rosa DeLauro (D-CT), sem hafði lýst yfir því að hún hefði barist í tuttugu ár fyrir því að litaefni yrðu fjarlægð úr matvælum.

„Gefðu mér smá kredit. Ég gerði þetta á hundrað dögum,“ svaraði Kennedy og bætti við: „Við eigum að vinna saman að því sem við öll trúum á, heilbrigðum börnum. Það eru ekki til Repúblikanabörn og Demókratabörn. Það eru bara börn.“

Áætlun um bann við gervilitum kynnt

Þessar ummæli komu í kjölfar þess að Kennedy tilkynnti á blaðamannafundi að Heilbrigðisráðuneytið og Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) muni í sameiningu vinna að því að fjarlægja átta olíubundin tilbúin litaefni úr matvælum fyrir lok næsta árs.

Þar á meðal eru Red No. 40, Yellow No. 5 og Blue No. 1, sem eru algeng í morgunkorni, sætindum og drykkjum.

FDA hyggst einnig veita leyfi fyrir náttúrulegum litarefnum í staðinn.

Þrátt fyrir að engar beinar reglugerðir hafi enn verið lagðar fram, byggir áætlunin á „samkomulagi og yfirlýsingu samstarfsvilja“ við stórar matvælaframleiðendur.

Samkvæmt minnisblaði sem ABC News aflaði, hafa fyrirtæki eins og PepsiCo og General Mills lýst yfir vilja sínum til að hefja framleiðslu á vörunum án litarefnanna innan 30 daga.

Fjölmörg fylki með sitt eigið frumkvæði

Samhliða aðgerðunum á landsvísu hafa fjölmörg fylki gripið til sinna eigin laga.

Vestur-Virginía bannar gerviliti í skólafæði frá og með ágúst og Kalifornía hyggst fylgja á eftir árið 2028.

Kennedy sagði á blaðamannafundinum að börn ættu ekki að vera áfram í „eiturefnaþoku tilbúinna gerfiefna“ og að nú væri rétti tíminn til að gefa enn frekar í:
„Við ætlum að vinna þessa baráttu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing