Í nýjasta hlaðvarpsins Spjallið með Frosta Logasyni stigu þau Páll Melsted, doktor í stærðfræði, og Jóhanna Jakobsdóttir, doktor í líftölfræði, fram og gagnrýndu harðlega samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála og þá skýrslu sem embættið vann um störf Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara hjá íþróttafélaginu Aþenu.
Þau segja meinta faglega vinnu standast enga faglega skoðun.
Samkvæmt þeim er ljóst að skýrslan hafi verið pöntuð af Íþróttasambandi Íslands til að koma höggi á Brynjar Karl.
Skýrslan hafi verið ófalglega unnin, án skýrra niðurstaðna, og einungis notast við óstaðfestar nafnlausar ásakanir.
Jóhanna líkir henni við „character assassination“ og Frosti Logason kallar hana „hit job“.
Skýrslunni lekið – traust embættisins í rúst
Afrit skýrslunnar hafi farið til ÍBR, KKÍ og ÍSÍ, og samkvæmt Páli hafi einhver þessara aðila lekið henni til fjölmiðla.
Foreldrarir lýstu yfir furðu á því að Jóhanna, sem formaður félagsins, hafi ekki einu sinni fengið skýrsluna formlega afhenta.
Þau segja jafnframt að skortur á lögbundnum verkferlum, faglegum hæfileikum og fræðilegri þekkingu hjá embættinu geri það óhæft til að sinna jafn viðkvæmu hlutverki.
„Embættið er stórskaðað og ekki hægt að treysta á það þegar um raunveruleg alvarleg mál er að ræða,“ sagði Jóhanna og varaði við því að verði þetta niðurstaðan geti þjálfarar, sem raunverulega eru lélegir eða vondir, einfaldlega hafnað niðurstöðum embættisins á grundvelli þessarar skýrslu.
Krefjast úttektar og gagnsæis
Foreldrarnir hafa kært málið til Barna- og menntamálaráðuneytisins og farið fram á úttekt á embættinu og vinnubrögðum þess.
Þau segja nauðsynlegt að ráðuneytið taki kvörtunina alvarlega, verði ekki brugðist við verði það „mjög alvarlegt mál“.
„Þetta embætti er outsourceað til sálfræðistofu, sem er eftirlitslaus, og ekki unnið af neinum með reynslu af rannsóknum eða lögum,“ sagði Jóhanna og bætti við að um væri að ræða „algjöra peningasóun“ þar sem embættið hafi beðið um aukafjárveitingar án þess að geta sýnt fram á faglega getu.
Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en ef þú vilt sjá allan þáttinn