Samtök Skattgreiðenda fá afhenta leigusamninga vegna hælisleitenda – Hverjir eru að hagnast?

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fellt úr gildi ákvörðun Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna (FSRE) um að synja Samtökum skattgreiðenda um aðgang að húsaleigusamningum vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd frá árinu 2019.

FSRE hefur nú verið gert að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.

Ágreiningur um leynd og vinnuálag

Auglýsing

Samtök skattgreiðenda óskuðu eftir afriti allra húsaleigusamninga sem gerðir hafa verið vegna hælisleitenda frá árinu 2019.

FSRE synjaði beiðninni með þeim rökum að ekki væri heimilt að afhenda upplýsingar um heimilisföng, þar sem um viðkvæman hóp væri að ræða, auk þess sem fyrirspurnin væri of umfangsmikil og tímafrek til að vinna úr.

Kemur fram að tilgangur gagnabeiðninnar sé að „kanna hvaða aðilar hagnist mest á því að hleypa fólki í viðkvæmri stöðu inn í landið“

Til að leysa málið buðu Samtökin FSRE að fá gögnin með þeim skilyrðum að aðeins stjórnarmenn fengju aðgang að heimilisföngum, en tilboðinu var hafnað.

FSRE boðaði þess í stað afhendingu gagna í ágúst, að lokinni yfirstrikun heimilisfanga.

Vilja kanna hverjir hagnast mest

Í athugasemdum Samtakanna, dags. 4. apríl 2025, kemur fram að tilgangur gagnabeiðninnar sé að „kanna hvaða aðilar hagnist mest á því að hleypa fólki í viðkvæmri stöðu inn í landið, hringla með það á milli opinberra þjónustustofnana og ríkisstyrktra félagasamtaka, og henda þeim svo úr landi þegar ekki sé lengur hægt að réttlæta langan en afar ábatasaman málsmeðferðartíma.“

Úrskurðarnefndin lagði áherslu á að tilgangur beiðni skiptir ekki máli samkvæmt upplýsingalögum, og að engin lögmæt undanþága hefði verið fyrir hendi sem réttlætti synjun FSRE.

Þá taldi nefndin að ekki hefði verið sýnt fram á að beiðnin væri svo umfangsmikil að hún skerði verulega starfsemi stofnunarinnar.

FSRE hefði enn fremur ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart kæranda.

Ekki svo umfangsmikil vinna

Í málinu lágu fyrir 49 skjöl samtals 696 blaðsíður að lengd.

Úrskurðarnefndin benti á að samningarnir væru staðlaðir og á véllæsilegu formi, og því væri ljóst að vinna við afgreiðslu beiðninnar væri ekki eins umfangsmikil og FSRE hélt fram.

Þá væru margir samningarnir fallnir úr gildi og því erfitt að rökstyðja leynd gagna með vísan til persónuverndar eða viðskiptahagsmuna.

Aftur til FSRE

Úrskurðarnefndin felldi því synjunina úr gildi og vísaði málinu aftur til Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna til nýrrar og lögmætrar meðferðar.

Þar með mun FSRE þurfa að afhenda Samtökum skattgreiðenda gögnin, annað hvort óbreytt eða með réttmætum takmörkunum.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing