Segir að fólk megi hafa skoðun á innflytjendamálum án þess að þurfa að „bjarga heiminum fyrst“

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, birti nýlega færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann gagnrýnir það sem hann kallar „lúmskt útbreidda pælingu“ um innflytjendastefnu landsins og rétt Íslendinga til að ræða innflytjendamál án þess að þurfa að vinna sér inn réttindi til þess.

Tilefnið var myndband á TikTok þar sem kona beinir þeim spurningum að áhorfendum hvað þeir séu sjálfir að gera til að sporna gegn því að fólk neyðist til að flýja heimaland sitt, og hvort þeir taki þátt í mótmælum, sniðgöngu eða styrki hjálparsamtök.

Auglýsing

Snorri segir að hann sé ósammála þessum rökum.

„Þú mátt bara alveg hafa þína skoðun á innflytjendamálum í þínu landi,“ skrifar hann og bendir á að það þurfi ekki að „vinna sér inn“ rétt til að hafa skoðun með því að gera tiltekin „góðverk.“

„Að þú hafir þá skoðun þýðir ekki að þér sé bara alveg sama um alla aðra úti í heimi. Það þýðir bara að þér sé annt um þitt samfélag,“ segir Snorriog bætir við að innflytjendamál skipti máli, sérstaklega hverjir komi til landsins, hversu margir og á hvaða forsendum.

Hann ítrekar jafnframt að ástandið í heiminum sé alvarlegt og að yfir hundrað milljónir séu á flótta, en að það ástand megi ekki hindra Ísland í að taka „skynsamar og góðar ákvarðanir í innflytjendamálum.“

„Ef við ætlum að bíða þar til það lagast með að taka ákvarðanir hér, þá munum við líklega aldrei taka þær,“ segir þingmaðurinn að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing