Jón Magnússon lögmaður og fyrrverandi þingmaður mætti í Spjallið með Frosta Logasyni.
Jón er þekktur baráttumaður fyrir endurskoðun á ásökunum gegn hinum látna æskulýðsleiðtoga sr. Friðriki Friðrikssyni enJón kallar málið „enn eina nornabrennuna“.
Í þættinum sem birtist 18. júní krafðist Jón rannsóknar á málinu og gagnrýndi harðlega aðgerðaleysi yfirvalda og meðferð Reykjavíkurborgar á styttu af sr. Friðriki.
Þekktu sr. Friðrik á efri árum
Jón lýsir persónulegri reynslu sinni af sr. Friðriki á efri árum hans, en hann segir hóp fólks, þar á meðal sig sjálfan, hafa eingöngu þekkt hann af góðu.
Jón segir að hann hafi sjálfur kynnst honum í Vatnaskógi og fengið aðhlynningu og alúð þegar hann veiktist.
Hann fullyrðir að aldrei hafi komið fram neitt óviðeigandi og að hegðun séra Friðriks, að kyssa stráka á kinnina og faðma þá, hafi verið fyrir allra augum og á engan hátt kynferðisleg.
Hann nefnir dæmi um að séra Friðrik hafi, þegar hann var orðinn blindur og líkamlega veikburða, snert andlit einstaklinga til að greina hverjir þeir væru, aðferð sem blindir nota til að kynnast andlitum.
Hann ber þetta saman við Helen Keller og segir ásakanir í garð sr. Friðriks á þessum tíma mjög vafsamar.
Gagnrýnir brot Reykjavíkurborgar
Í þættinum er einnig rætt um styttu af sr. Friðriki sem Reykjavíkurborg lét fjarlægja úr miðborginni.
Jón bendir á að borgin hafi hvorki átt styttuna né greitt fyrir hana.
Hún hafi verið fjármögnuð með samskotum og reiturinn sem hún stóð á hafi líklega verið í eigu ríkisins.
Því séu borgaryfirvöld að halda eign sem þau hafi ekkert tilkall til.
Hann segir ekkju listamannsins sem gerði styttuna hafa farið fram á að fá hana afhenta, en Reykjavíkurborg neiti því.
Hann lýsir þeirri afstöðu borgarinnar sem óréttlætanlegri og hvetur borgaryfirvöld til að afhenda styttuna tafarlaust.
Krefst réttlátrar rannsóknar
Jón segir að engar trúverðugar sannanir hafi komið fram gegn sr. Friðriki á meðan hann lifði, og að allar ásakanir sem nú séu bornar á hann séu bæði seint fram komnar og byggðar á mjög veikum grunni.
Hann vísar í rannsókn og segir að allar ásakanir sem hafi beinst að sr. Friðriki séu frá þeim tíma er hann var orðinn gamall, blindur og hreyfihamlaður.
Hann segir að ólíklegt að kynhvöt sé virk hjá einstaklingum við slíkar aðstæður og kallar á að dregið verði lærdómur af þessu máli og því hafnað með skýrum hætti.
Jákvæð viðbrögð
Jón segir að greinin sem hann skrifaði og bar yfirskriftina Dæmi um réttlátan dóm í máli séra Friðriks hafi líklega vakið sterkari og jákvæðari viðbrögð en nokkur önnur grein sem hann hafi ritað.
Hann telur að almenningi sé misboðið yfir að ásakanir séu bornar á látinn mann sem getur ekki varið sig og að farið sé framhjá eðlilegum málsmeðferðarreglum.
Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en ef þú vilt sjá allan þáttinn geturðu tryggt þér áskrift að Brotkast.is hérna.