Sigmundur Davíð hæðist að Isavia vegna frétta um kaffiskúr leigubílstjóra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur gert gys að Isavia í færslu á Facebook þar sem hann vísar til yfirlýsingar fyrirtækisins í tengslum við lokun geymsluskúrs við Leifsstöð sem leigubílstjórar höfðu lengi notað sem kaffistofu en eins og frægt er orðið var það síðan yfirtekið af erlendum bílstjórum og notað sem bænahús þar sem íslenskum bílstjórum var meinaður aðgangur.

„Algjörlega kostulegt!“, skrifar Sigmundur Davíð og heldur áfram:

Auglýsing

„Rétt er að það komi skýrt fram í þessum pósti að ástæða lokunarinnar er bágborið ástand afdrepsins sem ræðst einvörðungu af viðhaldsskorti sem við sem eigandi aðstöðunnar berum ábyrgð á.“

Fram kemur í tilkynningu frá Isavia að ákvörðun hafi verið tekin um að loka skúrnum eftir að úttekt leiddi í ljós bágborið ástand hans.

Skúrinn umdeildur sem bænahús múslima

Málið komst í almenna umræðu þegar í ljós kom að skúrinn hafði verið nýttur sem bænahús múslima og öðrum meinaður aðgangur, þar á meðal íslenskum leigubílstjórum.

Umfjöllunin vakti töluverða athygli og gagnrýni, meðal annars frá Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra sem lýsti skúrnum sem „nyrstu mosku í heimi“ og gagnrýndi aðgerðaleysi Isavia í málinu.

Lokað vegna viðhaldsskorts

Í tilkynningu Isavia segir að skúrnum verði lokað næstkomandi þriðjudag og að leigubílstjórar geti fram að því sótt muni sem þeir eiga þar.

Framtíðarlausn verði að leigubílstjórar noti sömu salernisaðstöðu og annað starfsfólk flugstöðvarinnar og hafi áfram aðgang að mötuneyti innan hennar.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að skúrinn hafi aldrei átt að verða varanlegt afdrep og að aðrir þjónustuaðilar hafi ekki haft sérútbúna aðstöðu.

„Þetta var í raun geymsluskúr sem var boðið upp á tímabundið, án viðhalds,“ segir hann.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing