Sigmundur segir Úlfar hafa verið óþægilegan fyrir landamærastefnu stjórnarinnar – Markmiðið að losna við hann af Suðurnesjum?

Í færslu á Facebook í dag vekur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, athygli á óvenjulegri tilfærslu í lögreglunni og spyr hvort markmiðið hafi einfaldlega verið að losna við lögreglustjórann af Suðurnesjum.

„Það er alla vega ljóst að markmiðið var fyrst og fremst að losna við Úlfar frá Suðurnesjum (ekki einhver áform um að auglýsa almennt),“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar í umfjöllun um málið.

Auglýsing

Sigmundur hefur ýjað að því í annarri nýlegri færslu að Úlfar hafi verið „of duglegur við landamæraeftirlit“ fyrir stefnu Viðreisnar.

Samkvæmt þeim upplýsingum bauð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra Úlfari Lúðvíkssyni, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, að taka við embætti lögreglustjóra á Austurlandi án þess að þurfa að sækja um það formlega.

Skilyrðið var að hann myndi hætta í starfi lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Sigmundur bendir kaldhæðnislega á að Úlfar hefði í raun enn verið við landamæraeftirlit.

„Hin megin landamærin eru á Seyðisfirði,“ en sú staðsetning þyki greinilega ekki jafn mikilvæg og Keflavíkurflugvöllur þegar kemur að því að „stoppa einhverja,“ segir Sigmundur.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing