Auglýsing

Skýr merki um áframhaldandi landris við Svartsengi

Áfram sjást skýr merki um landris við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands en búið er að gefa út nýtt hættumat á svæðinu sem tók gildi klukkan 15:00 í dag. Of snemmt er að fullyrða um hvort að hraðinn á landrisinu nú sé meiri en hann var fyrir gosið 14. janúar. Allra fyrstu mælingar benda til þess að svo sé, en eins og áður hefur komið fram getur verið dagamunur á milli mælinga sem ekki endilega segja til um þróun á landrisinu til langs tíma.

Áfram dregur úr skjálftavirkni yfir kvikuganginum og hægt hefur verulega á þeim breytingum sem áður sáust á GPS mælum. Því eru allar líkur til þess að kvika flæði ekki lengur inn í kvikuganginn sem myndaðist 14. janúar og eldgosinu sé lokið.

GPS mælingar sýna einnig litla breytingar innan Grindavíkur. Áfram er þó metin mikil hætta á því að jarðvegur hrynji ofan í sprungur sem eru innan bæjarmarkanna og mikilvægt að nýjar sprungur verði kortlagðar og breytingar á þekktum sprungum metnar.

Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringa á svæðinu. Hættustig hefur verið fært niður á öllum svæðum.

Heildarhættumat fyrir svæði 1, Svartsengi, er komið á gult (nokkur hætta).

Heildarhættumat fyrir svæði 4, Grindavík, er komið niður á rautt (mikil hætta). Það skal tekið fram að litur svæða endurspeglar heildarhættu innan þeirra. Sú hætta sem metin er hærri en önnur innan svæða, er feitletruð í hættulistanum á kortinu (sjá dæmi hér að neðan). Í tilfelli Grindavíkur á þetta við hættu sem stafar af sprungum, sprunguhreyfingum og hraunflæði.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing