Það ríkir sorg í spænska bænum Talavera de la Reina eftir að hluti af elstu brú borgarinnar, svokallaðri „rómverskri“ brú, hrundi í kjölfar gríðarlegra flóða í ánni Tajo.
Borgarstjórinn, José Julián Gregorio, staðfesti skemmdirnar í yfirlýsingu snemma morguns og sagði að um væri að ræða „mikinn missi fyrir menningararf borgarinnar“.
Sorgleg sjón
Myndband sem birt var á samfélagsmiðlum sýnir hvernig ógnarsterkir straumar skola burt hluta brúarinnar, þar á meðal bogana einkenna útlit hennar.
Vatnsmagnið í ánni náði hámarki seinnipartinn í gær og mældist yfir 1.000 rúmmetrar á sekúndu.
Sem betur fer hafði verið lokað fyrir umferð um brúna fyrr um daginn, og því urðu engin slys á fólki.
Brúin, sem ber nafnið Santa Catalina, hefur verið tákn Talavera í margar aldir.
Upprunaleg útgáfa hennar er frá rómverskum tíma en núverandi uppbygging er að mestu frá 15. öld.
Sorg fyrir íbúa bæjarins
Íbúar Talavera lýsa mikilli sorg yfir atburðinum og margir deila nú minningum og myndum af brúnni á samfélagsmiðlum.
Paco Núñez, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kastilíu-La Mancha, sagði eyðilegginguna „sársaukafullan missi fyrir menningararf borgarinnar“.
Brúin hafði áður staðist tímans tönn og náttúruöfl í yfir þúsund ár en að þessu sinni féll hún fyrir ofurefli náttúrunnar.
1000 year old Roman bridge gets destroyed by flash flood in Talavera de la Reina, Spain pic.twitter.com/hRt9ojQwCQ
— TaraBull (@TaraBull808) March 23, 2025