Sósíalískir femínistar segja skilið við flokkinn – Fá kaldar kveðjur frá meðlimum

Í kjölfar aðalfundar Sósíalistaflokks Íslands, þar sem breytingar urðu á stjórnum flokksins hefur baráttuhópurinn Sósíalískir feministar tilkynnt að hann rofi öll tengsl við flokkinn.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlum þar sem hópurinn lýsir „fjandsamlegum stjórnarskiptum“ og því að karlar séu nú 67% í stjórnum flokksins.

Auglýsing

Konur séu hins vegar hlutfallslega fleiri meðal varamanna, sem hópurinn telur skýra valdahlutföllin á kostnað kvenna.

Bakslag í samfélaginu

Í yfirlýsingunni segir að þessar breytingar séu í samræmi við bakslag sem eigi sér stað víða í samfélaginu.

Þar segir enn fremur að með nýrri stöðu innan flokksins hafi baráttuhópurinn misst tengsl sín við hann: „Því miður er ein afleiðing fjandsamlegrar yfirtöku flokksins sú, að fækka verður í þessum hópi enda eru tengsl sósíalískra feminista nú engin við flokkinn.“

Hópurinn, sem áður hafði starfað innan flokksins, hyggst nú einbeita sér að því að skapa örugg rými fyrir umræðu og aðgerðir óháð tengslum við flokksstarf.

„Sósíalískir feministar munu hér eftir leggja áherslu á örugg rými til umræðu og aðgerða, hvort heldur sem er á netinu eða í raunheimum,“ segir í yfirlýsingunni sem er undirrituð af sex konum, þar á meðal Söru Stefánsdóttur, Margréti Pétursdóttur og Hildi Laufey Líndal Ólafsdóttur.

„Ekki alveg svona einfalt“

Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrum varaborgarfulltrúi flokksins, gagnrýnir yfirlýsinguna harðlega og bendir á að „100% kjörinna fulltrúa flokksins eru konur.“

Einnig greinir Trausti frá því að kynjahlutfall eftir aðalfund hafi verið 54% karlar og 46% konur.

Hann segir á Twitter: „Það var greinilega svo mikið bakslag að sumar konur sögðu sig úr stjórnum. Eftir stendur að hlutfall karla er 67%. Það er víst vondu körlunum að kenna.“

Trausti Breiðfjörð gefur ekki mikið fyrir skýringar þeirra

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing