Metropolitan-lögreglan í London hefur ákveðið að taka aftur upp rúmlega 9.000 mál sem tengjast grun um skipulagðar barnanauðganir síðustu 15 ár.
Þetta kemur fram í bréfi sem lögreglustjórinn Sir Mark Rowley sendi frá sér 24. október.
„Þau voru skráð sem týnd börn, en enginn spurði hvað þau væru að gera í húsum fullorðinna manna“
Þar segir að um sé að ræða „alvarleg kerfisbundin mistök“ og að rannsóknir verði nú opnaðar á ný eftir margra ára þrýsting frá blaðamönnum og þolendum.
Khan sakaður um að þegja yfir málinu
Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, hefur ítrekað fullyrt að engin slík gengi hafi starfað í borginni, þvert á fullyrðingar blaðamanna og fyrrverandi lögreglumanna.
Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vísa á bug spurningum um nauðgunargengi og jafnvel tengja umræðuna við trúar- og þjóðernisuppruna sinn.
„Þeir neita að horfast í augu við vandann, þar til sönnunargögnin eru orðin svo yfirþyrmandi að ekki er lengur hægt að afneita honum“
„Þetta er stórfelld yfirhylming á kynferðisofbeldi gegn börnum,“ sagði sjónvarpsmaðurinn Patrick Christys í þætti á GB News og bætti við að „það virðist augljóst að umfangið í London sé meira en annars staðar í Bretlandi.“
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður: „Hausar verða að fjúka“
Peter Blexley, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá Met, sagði í viðtali að lögreglan hefði árum saman brugðist börnum sem hurfu af heimilum eða úr fóstri.
„Þau voru skráð sem týnd börn, en enginn spurði hvað þau væru að gera í húsum fullorðinna manna, umkringd áfengi og fíkniefnum. Það var bara hakað í box og málið talið leyst,“ sagði hann. „Þetta hefur fengið að grassera árum saman, nú þarf loksins að axla ábyrgð. Hausar verða að fjúka.“
Þekktur uppljóstrari bendir á mynstur afneitunar
Maggie Oliver, sem afhjúpaði sambærileg mál í Rochdale og Rotherham, sagði að viðbrögð yfirvalda í London væru nákvæmlega þau sömu og annars staðar:
„Þeir neita að horfast í augu við vandann, þar til sönnunargögnin eru orðin svo yfirþyrmandi að ekki er lengur hægt að afneita honum.“
Uppljóstrari innan Met segir að honum hafi verið hótað atvinnumissi og fjárhagslegu tjóni þegar hann reyndi að koma upplýsingum á framfæri um barnaníðingahópa í Tower Hamlets, Croydon og Westminster.
716 virk mál skráð í ár
Samkvæmt nýjustu gögnum Met eru 716 virk mál um kynferðisofbeldi gegn börnum og 654 mál um barnaníð sem talin eru tengjast skipulagðri glæpastarfsemi frá apríl 2025.
Lögreglan segir þó að brotin í London séu „fjölbreyttari en annars staðar í landinu“ og falli ekki endilega að sama mynstri um þjóðerni eða aðferðir og þekkt eru frá öðrum borgum.
Nýtt aðgerðateymi undir stjórn National Crime Agency
Breska innanríkisráðuneytið hefur sett á fót nýtt samhæft átak, Operation Beaconport, sem er leitt af National Crime Agency.
Það hefur þegar tekið til endurskoðunar yfir 1.200 áður mál sem búið var að loka um skipulagt barnaníð.
Í yfirlýsingu segir ráðuneytið að markmiðið sé að tryggja samræmda rannsókn milli lögregluumdæma og að ekkert mál sem gæti falið í sér skipulagðt kynferðisofbeldi gegn börnum verði látið niður falla.
Borgarstjóri: „Gerendum á að refsa“
Talsmaður Sadiq Khan sagði í yfirlýsingu að borgarstjórinn fordæmdi öll tilvik þar sem börn eru misnotuð.
„Sadiq Khan er skýr í afstöðu sinni: hver sá sem misnotar börn kynferðislega á að þyngstu refsingu. Þolendur hafa orðið fyrir ólýsanlegu ranglæti og kerfið hefur brugðist þeim,“ sagði í yfirlýsingunni.
Stærsta áfall bresku lögreglunnar í áratugi
Endurupptaka mála í þessum mæli er fordæmalaus og gæti reynst eitt stærsta áfall í sögu bresku lögreglunnar.
Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að rannsókn á landsvísu verði hafin á næstu mánuðum, þar sem meðal annars verður farið ofan í hvernig málum var sinnt og hvers vegna viðvaranir voru hunsaðar svo lengi.