Stofnandi Telegram sakar frönsk stjórnvöld um bein afskipti af kosningum í Rúmeníu

Rúmensku forsetakosningarnar í maí 2025 hafa tekið nýja og óvænta stefnu eftir að Pavel Durov, stofnandi og forstjóri samskiptaforritsins Telegram, birti opinberlega alvarlegar ásakanir á hendur frönskum yfirvöldum.

Þungar ásakanir

Í færslu á X 19. maí segir Durov að yfirmaður frönsku leyniþjónustunnar, Nicolas Lerner, hafi beðið hann um að ritskoða „íhaldssamar raddir“ í Rúmeníu í aðdraganda kosninganna.

Auglýsing

Durov segir að hann hafi hafnað beiðninni og bætir við:
„Við bönnuðum ekki mótmælendur í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi eða Íran. Við ætlum ekki að byrja að gera það í Evrópu.“

Degi síðar staðhæfði hann að franska leyniþjónustan hefði staðfest að fundur milli þeirra hefði átt sér stað og sakaði frönsku erlendu leyniþjónustuna um að nota „baráttu gegn hryðjuverkum og barnaklámi sem yfirvarp“ til að afla upplýsinga í pólitískum tilgangi.

Hann nefndi sérstaklega áherslur fundarins á Rúmeníu, Moldóvu og Úkraínu og sagðist reiðubúinn að „bera vitni ef það hjálpaði rúmensku lýðræði.“

Óvænt úrslit í kosningum

Forsetakosningarnar í Rúmeníu ímaí 2025 voru sögulegar og umdeildar.

George Simion hlaut flest atkvæði í fyrri umferðinni í desember 2024, eða um 41% fylgi, og var talinn sigurstranglegur.

Forsetakosningar voru ógiltar af stjórnlagadómstólnum eftir að gögn voru sögð sýna fram á afskipti erlendra aðila, einkum frá Rússlandi.

Sagt var að netárásir, upplýsingaóreiður og aðgangur að kosningagögnum hefðu rýrt traust á réttmæti niðurstöðunnar.

Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem forsetakosningar voru dæmdar ógildar, og leiddi það til endurtekinnar kosningar í maí 2025, en sú kosning er sjálf orðin miðpunktur nýrra ásakana um utanríkisafskipti.

Evrópusambandið með óbein afskipti?

Eftir að Simion hlaut flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í byrjun maí komu einnig sterk viðbrögð frá Evrópu.

Í Brussel og París ómuðu áhyggjur af „öfgahægrisinnuðum þjóðernispopúlisma“ og mögulegri „afturför í lýðræðismálum“.

Þótt engin formleg afskipti kæmu frá Evrópusambandinu, voru merki um samstillt viðbrögð: Evrópsk fjölmiðlaumfjöllun snerist fljótt gegn Simion, leiðandi ESB-stjórnmálamenn studdu beint eða óbeint frambjóðanda miðjunnar, Nicușor Dan, og áberandi áhersla var lögð á „varnir gegn lýðræðisóvinum“ innan sambandsins.

Í seinni umferðinni tapaði hann óvænt fyrir Nicușor Dan, óháðum frambjóðanda og borgarstjóra Búkarest, sem hlaut 53,6% atkvæða en Dan nýtur mikils stuðnings frá Evrópusambandinu.

Simion kærði úrslitin og hélt því fram að erlendir hagsmunir hefðu vegið þungt í lokaþrepi baráttunnar.

Stjórnlagadómstóllinn hafnaði þeirri kæru.

Simion krefst ógildingar: „Þetta er aðeins byrjunin á miklum sigri“

Í kjölfarið birti George Simion, leiðtogi þjóðernissinnaða flokksins AUR og fyrrum forsetaframbjóðandi, yfirlýsingu þar sem hann krefst þess að stjórnlagadómstóll Rúmeníu ógildi úrslit forsetakosninganna.

Hann segir að utanaðkomandi afskipti, bæði af hálfu ríkja og annarra aðila, hafi skekkt niðurstöðurnar, líkt og þegar fyrri kosningar voru ógiltar í desember 2024 vegna meintrar rússneskrar íhlutunar.
„Hvorki Frakkland, né Moldóva, né neinn annar hefur rétt á að skipta sér af kosningum í öðru ríki,“ skrifaði Simion og hvatti rúmenska kjósendur til að þrýsta á dómstólana.

Undir þessa færslu svaraði Durov beint:
„Ég er tilbúinn að koma og bera vitni ef það hjálpar rúmensku lýðræði.“

Virðist algent þegar um er að ræða frambjóðendur sem eru sambandinu ekki að skapi

Yfirlýsingar Durovs hafa einnig vakið athygli vegna fordæmis innan Frakkland.

Í byrjun árs 2025 var Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar (Rassemblement National), hindruð í að bjóða sig fram til forseta með lagalegum aðgerðum sem margir töldu pólitískar og „kerfisbundna útilokun.“

Marine Le Pen meinað að bjóða sig fram til opinberra starfa næstu fimm árin

Hún sakaði frönsk yfirvöld um að nota stjórnsýslu og dómskerfið til að þagga niður í andófsröddum.

Saman sýna þessi atvik að frönsk stjórnvöld hafa verið sökuð um beitingu stofnana sinna til að hafa bein áhrif á lýðræðislegar kosningar, bæði innanlands og utan.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing