Sýn hættir með Vodafone og Stöð 2 – Hluthafaspjallið um viðbrögð fjárfesta og áhrif á vörumerkið

Í þættinum Hluthafaspjallið ræddu Sigurður Már Jónsson og Helgi Vífill Júlíusson hlutabréfagreinandi hjá IFS/Reitun um þá ákvörðun Sýnar að hætta notkun vörumerkjanna Vodafone og Stöð 2, og sameina starfsemina undir nafni móðurfélagsins.

Þeir veltu fyrir sér hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á ímynd fyrirtækisins, þjónustu, rekstur og markaðsvirði.

Við vitum ekki hvað meira felst í þessu“

Auglýsing

Sigurður Már lýsti því að upplýsingarnar sem liggi fyrir gefi til kynna að um nafnabreytingu sé að ræða en óljóst sé hvort breytingin nái dýpra.

Helgi Vífill tók undir það og sagði erfitt að átta sig á hvort fleiri þættir væru undirliggjandi í breytingunum, sérstaklega þar sem ekki liggi hvort þjónustusamstarfi við Vodafone verði haldið áfram.

Ef það er dýrt að leigja þetta nafn, sem ég ímynda mér að sé, þá er klárlega hagræðing að skipta um nafn,“ sagði Helgi og benti á að sparnaður í leyfisgjöldum gæti skýrt aðgerðirnar.

Stöð 2 hverfur – tilfinningaleg áhrif

Það vekur sérstaka athygli að hætt verði með vörumerkið Stöð 2, sem hefur verið flaggskip í íslensku sjónvarpi frá árinu 1986.

Ég held að þetta sé vörumerki sem margir eru tilfinningalega tengdir,“ sagði Helgi og benti á að Stöð 2 hefði verið hluti af æsku og sameiginlegum fjölskylduupplifunum landsmanna.

Fréttastofa Stöðvar 2 verður nú hluti af Fréttastofu Sýnar, sem þrit benda á að margir tengi þessa dagana við hagræðingu og niðurskurð.

Þeir félagar veltu fyrir sér hvort það gæti haft neikvæð áhrif á ímyndina.

Hagræðing eða varnarviðbrögð?

Þeir veltu því einnig fyrir sér hvort breytingarnar séu hluti af varnarviðbrögðum vegna langvarandi gengislækkunar á hlutabréfum Sýnar.

Ekki liggur fyrir hvort breytingarnar feli í sér uppsagnir en þegar hefur verið greint frá því að nokkrar rásir verði lagðar af.

Að lokum spurðu þeir sig hvers vegna Bylgjan og Vísir haldi áfram að starfa undir eigin nöfnum á meðan önnur vörumerki séu lögð af, og hvort um sé að ræða tilraun til að einfalda reksturinn eða einfaldlega gera það samkeppnishæfara í síbreytilegu og erfiðu fjölmiðlaumhverfi.

. Sigurður Már sagði að margt væri enn óljóst og að fjárfestar og hluthafar bíði nú frekari upplýsinga frá Sýn: „Við eigum eftir að fá að sjá meira af spilunum.“

Hægt er að sjá brot úr þættinu hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á allan þáttinn geturðu tryggt þér áskrift að Brotkast.is hérna.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing