„Það er bara svo þægilegt að vera í víðum fötum í eyðimörkinni“ – Frosti og María deila um konur og Íslam

Í þættinum Spjallið með Frosta Logasyni ræða þau María Lilja Þrastardóttir og Frosti Logason hvort konur njóti sömu réttinda í menningu Íslam.

„Það fer svolítið eftir hvort þú ert að tala um Íran eða Egyptaland“

Strax í upphafi dregur María Lilja fram það sem hún segir vera mikilvægan greinarmun: „Það fer svolítið eftir hvort þú ert að tala um, þú veist, lönd eins og Íran, þar sem er klerkaveldi, eða þú ert að tala um bara Egyptaland.“

Auglýsing

Hún leggur áherslu á að ekki megi slá öllum múslimaríkjum saman í eitt.

„Írak, Sýrland… bara vel flesta þessa staði,“ svara Frosti.

„Í Kóraninum er konunni gert mjög hátt undir höfði,“ segir María

Þegar Frosti spyr hvort konur hafi í raun jafna stöðu í Íslam, svarar María:

„Í Kóraninum sjálfum er konunni einmitt gert mjög hátt undir höfði. Konan er bara höfuð alls og móðirin, náttúrulega.“ Hún nefnir einnig að heill kafli í Kóraninum sé helgaður Maríu mey.

Frosti efast um þessa túlkun: „Konur ráða í megindráttum ekki yfir sínu eigin lífi, frá vöggu til grafar.“

„Ég veit ekki af hverju þú segir það. Það er ekki þannig,“ segir María.

Hún bætir síðan við: „Ég hef verið í Miðausturlöndum og það var ekkert vesen fyrir mig.“

Frosti spyr á móti: „Þegar þú ert ung kona, þú mátt ekki fara ein út að labba nema að bróðir eða pabbi fari með þér, konur mega ekki ganga um í stuttpilsi og vera fullar eins og hér.“

„Hvaða múslimakonur hefur þú verið að tala við um þetta? Þær múslimakonur sem ég þekki, þær myndu bara hlæja að þér,“ svara þá María.

Menningarmunur

Frosti dregur umræðuna að áhrifum múslímskrar menningar á Vesturlönd og segir: „Við viljum ekki að þessi menning verði normalíseruð hér.“

Hann bendir á þróunina í Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi: „Þar lifir Íslam bara sjálfstæðu lífi innan þjóðríkjanna.“

María svarar: „Ef fólk er svona óskaplega mikið á móti því að palestínskt fólk komi hingað, þá ætti það að mæta á Frjáls-Palestínu mótmæli og mótmæla þjóðarmorðinu þar, svo fólkið geti verið bara heimafyrir.“

„Er burkan ekki kúgun?“

Frosti spyr loks: „Er það ekki kúgun, þegar kona þarf að hylja allt nema bara rétt fyrir augun?“ og nefnir hijab og burku sem dæmi um öfgakenndan klæðnað.

María svarar: „Það fer eftir því hvort þú velur það sjálfur eða ekki, og svo er náttúrulega bara mjög þægilegt að vera í víðum fötum í eyðimörkinni.“

Hægt er að sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan en viljirðu sjá allan þáttin geturðu tryggt þér áskrift á Brotkast.is hérna.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing