Þáttastjórnendur Harmageddon kalla eftir afgerandi aðgerðum til að hækka laun leikskólakennara

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Harmageddon kom fram eindregin krafa um að íslensk stjórnvöld og sveitarfélög fari að taka störf leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskóla alvarlega.

Frosti Logason og Ingimar Elíasson kölluðu eftir róttækum breytingum á launakjörum starfsfólksins sem sinnir yngstu börnum samfélagsins.

Ekkert verðmætara

Auglýsing

„Þetta eru börnin okkar og okkur þykir ekki vænna um neitt heldur en þau,“ sagði Frosti. „Og þetta er fólkið sem er með þau í átta klukkutíma á dag. Hvað getur verið mikilvægara en það? Ekki neitt.“

Frosti lýsti persónulegri reynslu sinni af morgni þar sem hann, eftir erfiðan morgun með börnunum sínum, fór með þau í leikskólann.

Þar fékk hann hlý orð frá starfsmanni sem hann sagði hafa „algjörlega bjargað deginum“.

Hann hrósaði starfsfólki leikskólans sérstaklega og sagði andrúmsloft og aðbúnað til fyrirmyndar.

„Ein svona manneskja í leikskólanum getur bara bjargað degi manns með réttum orðum að morgni,“ sagði hann og bætti við að leikskólarnir sjálfir væru oft stórkostlegir, vandamálið væri kerfið, ekki fólkið.

Ekki metin að verðleikum

Í umræðunni drógu þáttastjórnendur fram hversu mikilvæg þessi störf eru fyrir samfélagið og framtíð barna og sögðu það óskiljanlegt að þau væru ekki betur launuð.

„Launin eru ekki í takti við mikilvægið,“ sagði Ingimar .

Frosti bætti við: „Þetta er low-hanging fruit. Ef þú ert stjórnmálamaður sem vill gera eitthvað rétt, þá er það þetta, að berjast fyrir hækkun launa hjá leikskólastarfsmönnum.“

Þeir bentu einnig á að kynbundinn launamunur sé oft rangtúlkaður.

Það sé ekki endilega að konur fái lægra kaup fyrir sömu vinnu heldur að þau störf sem séu að meirihluta mönnuð konum séu vanmetin og verr launuð.

„Það er ekki að kona fái lægri laun en karl fyrir sama starf heldur eru það ákveðin störf sem eru lægra launuð en raunvirði þeirrai,“ sagði Frosti og lagði áherslu á að leiðrétting launa í þessum geira væri jafnréttismál.

Þátturinn endaði á ákalli til stjórnvalda

„Það er hægt að gera þetta,“ sögðu þeir báðir í kór. „Það er hægt að gera þetta. Það er hægt að gera þetta.“

Hægt er að horfa á brot úr þættinum hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á allan þáttinn geturðu fengið þér áskrift að Brotkast.is hérna.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing