Tugir þúsunda hafa verið yfirheyrðir og sumir vistaðir í fangageymslum fyrir færslur eða skilaboð sem valda öðrum „pirringi“, „óþægindum“ eða „kvíða“ í Bretlandi.
Lögreglan í Bretlandi handtekur nú yfir 30 manns á dag vegna efnis á samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum samskiptamiðlum sem talist getur móðgandi, samkvæmt nýrri umfjöllun The Times.
Tölur sem dagblaðið hefur fengið frá lögreglunni sýna að árið 2023 voru skráð 12.183 handtökur vegna 127. grein fjarskiptalaga frá 2003 og 1. grein laga um óæskileg samskipti frá 1988.
Það jafngildir um 33 handtökum á dag sem er aukning um nær 58 prósent frá árinu 2019 þegar handtökurnar voru 7.734.
Lögin gera það refsivert að senda „gífurlega móðgandi“ skilaboð eða deila efni sem er „klúrt, ruddalegt eða ógnandi“ á rafrænum samskiptamiðlum.
Málfrelsinu ógnað
Tölurnar hafa vakið hörð viðbrögð frá samtökum um borgaraleg réttindi, sem segja að netið sé of lögregluvætt og tjáningarfrelsi sé ógnað með „óljósum“ lagaákvæðum.
Fyrrverandi ríkissaksóknari og núverandi forsætisráðherra England, Sir Keir Starmer, gaf áður út leiðbeiningar um að ákærur vegna móðgandi skilaboða ættu aðeins að eiga sér stað við „alvarlegar aðstæður“.
Sakfellingum fækkað
Þrátt fyrir auknar handtökur hefur dómum og refsingum fækkað verulega.
Samkvæmt tölum frá dómsmálaráðuneytinu voru aðeins 1.119 sakfellingar skráðar árið 2023 vegna þessara lagaákvæða, tæplega helmingur af því sem þær voru árið 2015 (1.995 sakfellingar).
Algengasta ástæða þess að handtökur leiða ekki til sakfellingar er „skortur á sönnunargögnum“, sérstaklega ef brotaþoli óskar ekki eftir frekari aðgerðum.
Tilgangslausar aðgerðir
Gagnrýni hefur aukist á ofstæki lögreglu við slíkar aðgerðir og því haldið fram við að lýðræðinu sé ógnað með þessum aðgerðum lögreglu sem sagðar eru ætlaðar til þess að hræða fólk frá því að nýta tjáningarétt sinn.
Flestar handtökur á árinu 2023 voru hjá Metropolitan-lögreglunni (1.709), síðan West Yorkshire (963) og Thames Valley (939).
En að teknu tilliti til íbúafjölda voru hlutfallslega flestar handtökur hjá Leicestershire (83 á hverja 100.000), næst hjá Cumbria (58) og í þriðja sæti Northamptonshire (50).
Tölurnar endurspegla þó ekki heildarfjölda þar sem átta lögreglulið svöruðu ekki beiðnum um upplýsingar, þar á meðal Police Scotland, næststærsta lögreglumiðstöð Bretlands.
Ótrúleg sóun á tíma lögreglunnar
Toby Young, stofnandi og framkvæmdastjóri Free Speech Union, segir samtökin vinna að málum sex einstaklinga sem eru ákærðir vegna slíkra ummæla.
Einn þeirra er David Wootton, 40 ára, sem hefur áfrýjað sakfellingu eftir að hafa klætt sig upp sem hryðjuverkamaðurinn Salman Abedi á hrekkjavöku og birt myndir af sér á samfélagsmiðlum.
Hann á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi.
Young gagnrýnir lögregluna fyrir að „elta fólk vegna meints brota gegn tjáningarfrelsinu“.
Hann bendir á að einungis 11% mála vegna ofbeldisbrota og kynferðisbrota hafi leitt til ákæru eða sakfellingar árið 2024, og segir það ótrúlegt að lögreglan eyði svo miklum tíma og mannafla í að handtaka fólk „fyrir særandi orð“.
„Keir Starmer neitaði staðfastlega því að fma´lfrelsinu væri ógnað í Bretlandi þegar JD Vance ræddi málið við hann í Hvíta húsinu, en þessar tölur gefa annað til kynna,“ segir Young.