Tímaritið Glamour UK heiðrar níu af áhrifamestu transkonum Bretlands á árlegu Women of the Year Awards (Konur Ársins).
Þessir aðilar starfa í tísku, tónlist, útgáfu og mannréttindabaráttu og eru meðal þeirra Munroe Bergdorf, Bel Priestley, Dani St James, Ceval Omar og Mya Mehmi.
Markmið greinarinnar, að sögn blaðamannsins, Shon Faye, er að sýna styrk, samstöðu og þrautseigju transkvenna á tímum þar þrengt er að réttindum þeirra.
Bolurinn sem varð að tákni
Bandaríski hönnuðurinn Conner Ives, sem býr í London, klæddist hvítum bol með áletruninni Protect the Dolls eftir tískusýningu sína í febrúar.
Hugmyndin varð fljótt að hreyfingu en bolurinn seldist upp og safnaði yfir 600 þúsund dollurum til góðgerðarsamtakanna Trans Lifeline, sem styðja trans fólk í Bandaríkjunum og Kanada.
„Dolls“ er orð sem á uppruna sinn í svörtum og latneskum hinsegin samfélögum og notað sem kærleiksrík tilvísun í transkonur.
Frægir aðilar á borð við Madonnu, Pedro Pascal, Troye Sivan og Mariah Carey tóku slagorðið upp og notuðu það til að sýna samstöðu við trans samfélagið.
Bakslag gegn trans réttindum í Bretlandi
Vinsældir slagorðsins jukust eftir að Hæstiréttur Bretlands kvað upp dóm sem útilokaði transkonur úr skilgreiningu á kyni samkvæmt Equality Act 2010.
„Við þurfum ekki vorkunn, við þurfum tækifæri,“ segir Shon Faye í grein sinni.
„Ef við fáum að vinna, elska og lifa með reisn, þá getum við séð um okkur sjálfar.“
„Verndið dúkkurnar – eða borgið þeim“
Í greininni ræða níu transkonur hvernig raunveruleg vernd felst í atvinnu, fjárhagslegu öryggi og virðingu.
„Það ætti að heita Pay the Dolls,“ segir fyrirsætan Ceval Omar.
„Það er engin vernd á við það að hafa stöðugleika og tekjur sem tryggja húsaskjól og aðgang að heilbrigðisþjónustu.“
Aðrir leggja áherslu á samstöðu innan samfélagsins.
„Við verðum að halda í hvort annað,“ segir aðgerðasinninn Dani St James. „Það er eina leiðin til að lifa þetta tímabil af.“
Fyrirsætan Taira bendir á að samfélagið þurfi að muna að „við erum ekki ógn, við viljum bara lifa góðu lífi með reisn eins og allir aðrir.“
Umræða í kjölfar greinarinnar
Greinin hefur vakið mikla athygli og umræður á samfélagsmiðlum, bæði meðal stuðningsmanna og gagnrýnenda.
Rithöfundurinn J.K. Rowling vitnaði í greinina í færslu á X og skrifaði:
„Ég ólst upp á tímum þegar tímarit fyrir konur sögðu stúlkum að þær þyrftu að vera grennri og fallegri.
Nú segja sömu tímarit stúlkum að karlar séu betri konur en þær sjálfar.“
I grew up in an era when mainstream women’s magazines told girls they needed to be thinner and prettier.
Now mainstream women’s magazines tell girls that men are better women than they are. pic.twitter.com/ybEFr8XdSv
— J.K. Rowling (@jk_rowling) October 30, 2025