Tommy Robinson sýknaður af hryðjuverkaákæru – neitaði að afhenda lögreglu PIN númer síma síns

Breski aðgerðasinninn Tommy Robinson, sem heitir réttu nafni Stephen Yaxley-Lennon, hefur verið sýknaður af ákæru um brot á hryðjuverkalöggjöf eftir að hann neitaði að afhenda lögreglu PIN númer símans síns við landamæraeftirlit í Folkestone í júlí í fyrra.

Handtekinn við Eurotunnel á leið til Spánar

Robinson var stöðvaður við Eurotunnel á leið sinni til Benidorm á Spáni þegar lögregla varð tortryggin gagnvart svörum hans um tilgang ferðalagsins.

Auglýsing

Hann var einn á ferð í Bentley bifreið sem ekki var skráð á hans nafn, og hafði yfir 13 þúsund pund og 1.900 evrur á sér.

Lögregla krafðist aðgangs að síma hans samkvæmt 7. kafla hryðjuverkalaganna, sem veitir heimild til að krefja ferðamenn um lykilorð eða PIN númer.

Robinson neitaði og sagði: „Ekki séns, þetta er vinnan mín, ég er blaðamaður,“ og bætti við að í símanum væru mjög viðkvæmar upplýsingar.

„Ekki sannað að hann hafi brotið lögin“

Dómarinn við Westminster dómstólinn taldi ekki sannað að Robinson hefði brotið gegn lagagreininni og sýknaði hann af öllum ákærum.

Í málsmeðferðinni kom fram að Robinson hefði verið á leið í skipulagt ferðalag til Ísraels þegar dómur var fyrst boðaður, sem tafði niðurstöðu málsins um þrjár vikur.

Lögreglan beitti mismunun

Lögmaður Robinson hélt því fram að handtakan hefði verið ólögmæt og byggst á pólitískri mismunun.

Hann sagði að lögreglumaðurinn sem stöðvaði Robinson hefði gert það vegna þekkingar sinnar á stjórnmálaskoðunum hans:
„Ef leyniþjónustan MI5 taldi hann ekki hryðjuverkamann, hvað hélt lögreglumaðurinn að hann myndi uppgötva?“ spurði Williamson.

Bakgrunnur málsins

Samkvæmt breskum hryðjuverkalögum má halda fólki í allt að sex klukkustundir og krefjast lykilorða að rafrænum tækjum.

Neiti viðkomandi getur það talist refsivert brot.

Í þessu tilviki taldi dómari þó að beiting laganna gegn Robinson hefði ekki verið réttlætanleg og sýknaði hann því af ákærunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing