AB Hernandez, transstelpa í framhaldsskóla í Suður-Kaliforníu, vann bæði hástökk og þrístökk og hafnaði í öðru sæti í langstökki á úrslitadegi fylkismóts Kaliforníu í frjálsum íþróttum síðastliðinn laugardag.
Þátttaka Hernandez í mótinu hefur vakið gríðarlega athygli, bæði meðal stuðningsfólks og gagnrýnenda, og varð meðal annars kveikja að hótun Donalds Trump forseta um að halda eftir alríkisfjármagni til ríkisins.
Áhorfendur sem mótmæltu að transstelpa keppti í kvennaflokki héldu uppi skilti með textanum „Bjargið íþróttum stúlkna“ og flugvél flaug yfir með skilti þar sem stóð: „Engir strákar í stúlknaíþróttum“.
Sérlausn tryggði verðlaun fleiri stelpna
Í kjölfar gagnrýni leyfði Íþróttasamband framhaldsskóla í Kaliforníu (CIF) að fleiri keppendur kæmust áfram í úrslit í þeim greinum sem AB tók þátt í.
Þar að auki ákvað sambandið að ef transkeppandi næði verðlaunasæti, skyldi einnig veitt verðlaun til stúlku sem ella hefði lent fyrir neðan.
AB deildi því efsta sætinu í hástökki og þrístökki með öðrum sigurvegurum.
Löggæsla kölluð til eftir átök við mótmælendur
Lögreglan í Clovis greindi frá því að 19 ára stuðningsmaður transíþróttafólks hafi ráðist á ökumann sem var að yfirgefa svæðið með „Save Girls Sports“-skilti.
Var sá fyrrnefndi var handtekinn fyrir líkamsárás.
Trump hótar fjárveitingastoppi – Ríkislög skoðuð
Forsetaskrifstofa Donalds Trump gaf út yfirlýsingu á Truth Social þar sem hann sagði að „umfangsmiklar“ fjárveitingar til Kaliforníu yrðu stöðvaðar nema fylgt yrði eftir forsetatilskipun hans, „Að halda körlum frá íþróttum kvenna“.
Dómsmálaráðuneytið hefur nú hafið rannsókn á því hvort lögin sem leyfa transnemendum að keppa samkvæmt kynvitund sinni, séu í andstöðu við Title IX, alríkislög sem banna mismunun eftir kyni í skólastarfi.
Vaxandi átök um transfólk íþróttakeppnum
Deilan um þátttöku transkvenna í kvennaíþróttum heldur áfram að vaxa en á sama tíma og AB keppti í Kaliforníu vann önnur transstelpa, Verónica Garcia, 400 metra hlaup á ríkismóti í Washington-ríki.