Trump slær á puttana á Starmer og niðurlægir hann á blaðamannafundi – „Þetta er nóg, takk“

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gerði sér lítið fyrir og stöðvaði forsætisráðherra Bretlands, Sir Keir Starmer, í miðri setningu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu á fimmtudag.

Atvikið átti sér stað þegar Starmer var að svara spurningu blaðamanns um viðbrögð sín við fyrirhugaðri innlimun Trump á Kanada.

Auglýsing

Starmer var staddu í Hvíta Húsinu til að ræða frið í Úkraínu og til að létta á spennu milli Bandaríkjanna og Bretlands.

„Þú nefndir Kanada. Ég held að þú sért að leita að klofningi milli okkar sem er ekki til staðar. Við erum nánustu bandamenn og áttum mjög góðar umræður í dag…“ sagði Starmer áður en forsetinn greip inn í.

Á meðan Starmer talaði, heyrðist annar blaðamaður reyna að spyrja auka spurningu.

Þá brást Trump skarpt við: „Þetta er nóg, takk.“

Starmer var augljóslega undrandi og þagnaði í nokkrar sekúndur áður en annar fréttamaður fékk orðið.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing