Trump tilkynnir um nýjan viðskiptasamning við Kína – Notaði hann bandaríska háskóla?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Truth Social að samkomulag hafi náðst við Kína um nýjan viðskiptasamning sem nú bíður lokaafgreiðslu hans og kínverska forsetans Xi Jinping.

Samkvæmt Trump felur samningurinn í sér að Kína muni afhenda Bandaríkjunum sjaldgæfa málma og önnur efni sem eru lífsnauðsynleg fyrir tæknigeirann, varnariðnað og græna orku.

Auglýsing

„FULL MAGNETS, AND ANY NECESSARY RARE EARTHS, WILL BE SUPPLIED, UP FRONT, BY CHINA,“ skrifar hann í færslunni.

Trump segir að samningurinn styrki bandaríska framleiðslu og þjóðaröryggi og að einnig sé gert ráð fyrir að Kína fái áfram að senda námsmenn í bandaríska háskóla, en Trump-stjórnin hafði nýlega sett bann á erlenda námsmenn í bandaríska háskóla.

Trump fullyrðir enn fremur að tollasamsetningin sé Bandaríkjunum afar hagstæð: „WE ARE GETTING A TOTAL OF 55% TARIFFS, CHINA IS GETTING 10%.“

Lokaútgáfa samningsins hefur ekki verið birt og liggja smáatriði hans því ekki fyrir.

Hins vegar hefur Trump lýst samskiptum ríkjanna sem „frábærum“ og þakkar fylgjendum sínum stuðninginn.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing