Það er ekki fyrir viðkvæma að keppa í íslensku torfærunni því bílveltur og önnur óhöpp geta verið ansi harkaleg.
Þessu fengu tvíburarnir Ægir Þormar og Þór Þormar Pálssynir að kynnast er þeir kepptu á sama bíl og veltu honum báðir á ótrúlegan hátt.
Þetta gerðist þó í sitthvorri keppninni en Facebook síðan Formula Offroad klippti myndböndin saman og birti í síðunni.
Þar stendur að allir þekki þá bræður, Þór Þormar og bróður hans Ægi Þormar og segir þá ekki bara líka í útliti heldur séu þeir einnig líkir þegar kemur að nálgun sinni að torfæru.
Myndböndin eru svo sett hlið við hlið þar sem bræðurnir reyna báðir við mikla brekku en báðir á að velta á stórkostlegan hátt.
Það er því nokkuð sjálfsagt að Nútíminn spyrji hvor þeirra hafi velt með meiri tilþrifum.