Hin nítján ára gamla Tijana Radonjic lést í hörmulegu slysi við tökur á kynningarmyndbandi fyrir svifdrekafyrirtæki.
Atvikið átti sér stað 28. maí, þegar Radonjic, sem hafði enga fyrri reynslu af svifdrekaflugi, var í 50 metra hæð yfir Adríahafinu.
Samkvæmt vitnum virtist Radonjic róleg og yfirveguð í aðdraganda flugsins.
Þegar hún náði um 50 metra hæð breyttist hegðun hennar skyndilega og hún greip í öryggisbúnaðinn, togaði í beltið um mittið og reyndi að losa sig úr beislinu áður en hún féll til jarðar þar sem hún lést samstundis.
Lögregla og sjúkraflutningamenn komu fljótt á vettvang, en Radonjic var úrskurðuð látin á vettvangi.
Fyrirtækið harmar slysið – fjölskyldan segir frásögnina ranga
Mirko Krdzic, eigandi fyrirtækisins sem stóð að myndatökunni sagði að öll öryggistæki hafi verið yfirfarin og að Radonjic hafi gengist undir grunnþjálfun áður en flugið hófst. „Hún sýndi engan ótta. Ég veit ekki hvað gerðist,“ sagði hann í yfirlýsingu.
Fjölskylda Radonjic hafnar hins vegar algerlega þeirri skýringu að hún hafi sjálf losað búnaðinn í ofsahræðslu en myndbandið virðist þó styðja þær yfirlýsingar.