Auglýsing

Ungar stúlkur fara í vímu af þurrsjampói og tusku á Eiðistorgi

Samkvæmt frétt á Dv.is varð ungur faðir vitni að því fyrr í dag að unglingsstúlkur hafi notað brúsa með þurrsjampói og tusku til að komast í vímu. Faðirinn, Sigmundur Grétar Hermannsson, sagði frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann og sonur hans á grunnskólaaldri hafi orðið vitni að því fyrr í dag á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi að þrjár unglingsstúlkur hafi notað brúsa með þurrsjampói og tusku til að komast í vímu.

Sigmundur segir, í samtali við Dv, að stúlkurnar, sem voru 14-15 ára, hafi farið í vímu af því að setja tuskuna yfir vitin og sprauta þurrsjampóinu í tuskuna en þurrsjampóið er í brúsum með gasi. Hann segir að sonur hans hafi séð þetta.

Í brúsum af þurrsjampói er efnið Ísóbútan og ef maður andar því að sé í nógu miklu magni getur það valdið súrefnisskorti með tilheyrandi yfirliði og hættu á áverkum, hjartsláttartruflunum og jafnvel hjartastoppi, tauga- og heilaskemmdum og eldhættu en efnið er eldfimt.

Sigmundur segir að stúlkurnar hafi flissað og skriðið um gólfin í Eiðistogi og tekið upp myndbönd á símana sína. Hann segir að hann hafi komist að því að það séu myndbönd á netinu sem sýnir hvernig eigi að komast í vímu af þurrsjampói og þetta sé klárlega eitthvað sem foreldrar þurfi að vera vakandi fyrir.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing