Unglingsdrengur laminn illa í almenningsgarði – MMA kappi kemur fjölskyldunni til bjargar

Myndband sem fór hratt á flug á samfélagsmiðlum sýnir Jayson, ungan dreng í Bandaríkjunum, verða fyrir hrottalegri hópárás í almenningsgarði þegar hann var að ganga með hund fjölskyldunnar.

Ofbeldisfull árás sem vakti heimsathygli

Auglýsing

Hópur unglinga hótaði hundinum, kastaði í hann og réðist svo á Jayson þegar hann reyndi að forða sér.

Móðir hans kom hlaupandi að og sá andlit sonar síns þakið blóði.

Hann þurfti að fara á spítala og fékk meðal annars sauma.

Í færslu eftir atvikið lýsti móðir hans langvarandi einelti, ofbeldi og skorti á afskiptum yfirvalda í hverfinu.

Hún sagði að unglingarnir væru ítrekað að ógna, henda rusli, grýta hunda og hóta vopnuðum foreldrum sínum á þá sem streittust á móti.

Hér má sjá færslu móðurinnar ásamt mynd af Jayson

Hún bætti við:
„Það virðist engin ábyrgð vera til staðar, enginn sem hægt er að ná í eða tala við.“

Danis: „Finnið þennan dreng fyrir mig“

Bardagamaðurinn Dillon Danis, sem er líklegat þekktastur fyrir að vera æfingafélagi Conor McGregor, sá myndbandið og birti færslu á X þar sem hann sagði:
„Finnið fyrir mig upplýsingar um þennan unga mann og ég mun greiða ævilanga aðild að hvaða bardagalistaklúbb sem er í hans heimahverfi.“

Skömmu síðar greindi hann frá því að hann hefði fundið Jayson og komið honum í Jiu Jitsu-æfingar.

„Hann og móðir hans voru ákveðin í að komast burt,“ skrifaði Danis, „hún hefur verið að spara lengi og þau eru nú byrjuð að safna á GiveSendGo.“

„Ég vil að sonur minn kynnist mönnum með góð gildi“

Í einkaskilaboðum við Danis útskýrði móðir Jason stöðuna:
„Ég vil að sonur minn fái stuðning og kynnist mönnum sem hafa góðan karakter og gildi. Ég er einstæð fjögurra barna móðir og geri mitt besta. Faðir hans hefur dregið hann í gegnum svo margt og er nú horfinn á ný. Jayson glímir enn við einelti, og ég fæ enga hjálp þegar eitthvað kemur upp.“

Hún bætti við að upphaflega hefði lögregla ekki tekið málið alvarlega:
„Tveir strákar eru nú ákærðir, þökk sé athyglinni sem myndbandið dró að ástandinu.“

„Ég er að gráta hérna – við þurftum svo á þessu að halda“

Danis svaraði með því að bjóða fulla greiðslu fyrir bardagaæfingar og fjárhagsaðstoð:
„Leyfðu mér að sjá um nokkur mál og við lagfærum þetta. Jayson er hetja í mínum huga – við skulum vinna að því að veita ykkur alla þá hjálp sem ég get.“

Móðir Jason svaraði:
„Takk, takk svo mikið – ég er að gráta hérna. Ég þurfti virkilega á stuðningi og hvatningu að halda.“

 

Stuðningurinn sem fjölskyldan hefur fengið frá Danis og öðrum hefur vakið von um að þau geti flutt úr hættulegu umhverfi og hafið nýtt líf.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing