Var handtekin nakin á Austurvelli

Í nýjum þætti hlaðvarpsins Fullorðins segir Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur og skáld, frá átakanlegu tímabili í lífi sínu þegar hún var handtekin nakin á Austurvelli eftir að hafa gengið í gegnum maníu.

„Ég var týnd í öðrum heimi“

Elísabet lýsir því hvernig andlegt áfall eftir dauða föður hennar varð upphafið að veikindum sem hún áttaði sig ekki á fyrr en löngu síðar.
„Þegar pabbi deyr, 78 ára, þá var það rosalegt áfall. Ég var í mörg ár að jafna mig á því, þó ég væri að skrifa og lifa lífinu. Svo, árið eftir, fer ég að ganga í kjól og vildi frelsa heiminn,“ segir hún.

Auglýsing

Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið sannfærð um að hún mætti ekki fara yfir ákveðna götu, annars myndi eitthvað hræðilegt koma fyrir bræður hennar.

„Ég var alveg týnd í einhverjum öðrum heimi,“ segir Elísabet.

Var svipt sjálfræði og vistuð á Kleppi

Á þessum tíma var Elísabet vistuð á Kleppi og svipt sjálfræði af móður sinni.

„Ég var lokuð inni á Kleppi en komst út eftir þrjá, fjóra daga með aðstoð lögfræðings. Þá kom í ljós að það hafði verið handvömm í sjálfræðissviptingunni.“ 

Eftir það féll hún í djúpt þunglyndi.

„Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði orðið veik, en ég kallaði það ekki veikindi heldur rugl eða geðveiki. Mér datt ekki í hug að þetta væru geðhvörf,“ segir hún.

„Ég var næstum drukknuð“

Elísabet segir að hún hafi síðar upplifað margar maníur.

Ein þeirra hefði getað endað með dauða.

„Ég hélt að ég þyrfti að bjarga bróður mínum og fór út að á sem heitir Brunnjólsdalsá. Ef áin hefði aðeins náð í mig hefði ég drukknað.“ 

Dansaði nakin á Austurvelli

Hún rifjar svo upp frægasta atvikið: þegar hún dansaði nakin á Austurvelli.

„Mér birtist einhver í mannslíki sem sagði að hann myndi taka elsta son minn ef ég færi ekki niður á Austurvöll og dansaði þar nakin. Ég trúði því, og gerði það.“

Elísabet segir að hún hafi verið með dúka, teppi og slæður sem hún sveipaði um sig og hljóp í kringum styttuna af Jóni Sigurðssyni.

„Það varð eiginlega að gjörningi, fallegum á sinn hátt,“ segir hún.

Lögreglan mætti á vettvang stuttu síðar.

„Þeir sögðu: ‘Hvað ertu að bralla núna, Elísabet?’ og mér þótti vænt um það. Það var eins og ég væri Lína langsokkur að gera einhvern sprell.“

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en ef þú vilt sjá allan þáttinn geturðu tryggt þér áskrift að Brotkast.is hérna.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing