Auglýsing

Vísindamenn endurlífga fornan risa úlf: Heyrðu „Dire wolf“ góla í fyrsta skipti í 13.000 ár

Vísindamenn hjá bandaríska líftæknifyrirtækinu Colossal Biosciences hafa ritað nýjan kafla í sögu vísindanna með því að endurlífga dýrategund sem dó út fyrir 12.500 árum, (Aenocyon dirus), betur þekktan sem „dire wolf,“ eða ógnarúlfinn.

Þrír genabreyttir ylfingar hafa litið dagsins ljós og eru þeir fyrsta dæmi heimsins um „endurfædda“ útdauða tegund, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.

Ekki alveg hreint DNA en „mjög svipað“

Úlfarnir voru búnir til með því að safna erfðaefni úr fornum beinagrindum, annars vegar úr 13.000 ára gamalli tönn og hins vegar 72.000 ára höfuðkúpu.

Með hjálp erfðabreytinga (m.a. CRISPR-tækni), klónunar og eggjaflutnings í hunda „staðgöngumæður“ tókst vísindamönnum að búa til þrjá hvolpa, tvö karldýr fæddust í október 2024 og ein tík í janúar 2025.

Þessi nýju dýr eru ekki alveg nákvæm eftirmynd hinnar útdauðu tegundar, en bera áþekk útlitseinkenni: stærð, breiðari hauskúpu, sterkari kjálka og þykkari feld.

„Þau eru áþekkari ógnarúlfinum en nokkuð annað sem við höfum séð síðustu 13.000 árin,“ segir prófessor Love Dalén frá Stokkhólmi, sem kom að rannsókninni.

Búa á vernduðu svæði

Úlfarnir lifa nú á 800 hektara (2.000 ekrur) lokaðri tilraunastöð undir ströngu eftirliti en staðsetningin er ekki kunn af öryggisástæðum.

Stöðin hefur hlotið samþykki frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu og American Humane Society.

Colossal hefur áður kynnt áform um að endurlífga loðfílimm, dódófuglinn og tasmaníutígurinn, en þetta er í fyrsta sinn sem þau kynna árangur með ógnarúlfa.

Siðferði og kostnaður gagnrýnd

Þrátt fyrir gagnrýni á kostnað og siðferðisleg deiluefni, telja stuðningsmenn verkefnisins að tæknin gæti nýst í varðveislu núlifandi tegunda.

En eins og umhverfishugsuðurinn Christopher Preston bendir á: „Það er erfitt að sjá fyrir sér að risa úlfar verði hluti af vistkerfum í dag.“

Þá er spurningin hvort risaeðlurnar séu næsta og við fáum alvöru Jurassic Park á næstu árum, þó vonandi án þeirra stórslysa sem fylgdu slíkum garði í kvikmyndinni.

Ef þú vilt heyra fyrsta ógnarúlfsgólið í tæp 13.000 ár geturðu smellt á myndbandið hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing